Sælt verið fólkið,mig langaði til að segja frá nýja leiknum sem var að koma “Ratchet & Clank:Going Commando”.

Fyrsti leikurinn var gefinn út fyrir ári síðan og gerði mikla lukku fyrir leikjaaðdáendur.Leikurinn hét þá einfaldlega bara “Ratchet & Clank” og það fyrirtæki sem bjó til þennan leik og Going Commando hét “Insomniac Games”.

Ratchet & Clank:Going Commando er Action leikur og platform leikur,svona hálfgerð blanda.Leikurinn fjallar semsagt um þessa hálfgerðu mús,og þetta litla vélmenni sem ferðast með manni,langt út í geim,og gerist ævintýrið allt ævintýrið þar.Seinna í leiknum er hægt að bregða sér í vélmennið Clank,og spila hann,eins og var hægt í þeim fyrri.Í þessum nýja leik fær maður fullt af nýjum vopnum,gadgets(eins og það er kallað),ný flott föt og hjálm.Þessi leikur er soldið erfiður og dálítið flókinn,þannig ef maður ætlar getað spilað þennan leik af krafti þá þarf maður eiginlega að vera búinn að spila “Ratchet & Clank 1”En ef maður er soldið klár þá ætti maður að getað spilað þennan leik! :)

Þessi leikur fékk 8.8 í einkunn.Leikjaspilun: 9 í einkunn,grafík: 8,hljóð: 8,verðgildi:9.

Ég mæli eindregið með að sem flestir fái sér þennan brilliant leik.

K.V
Bionicle