Ég komst að þvi í gær að Game tíví er EKKI umfjöllunarþáttur um tölvuleiki.
Ég horfi nú eiginlega aldrei á Game tíví en tók eftir því í þættinum í gær að það var ekkert minnst á Gamecube, það kom aldrei fram hvort þessi en annar leikur kæmi út á henni (bara á hinum tölvunum) og svo sýndu þeir vinsældarlista allra tölvanna nema Gamecube. Fyrst hugsaði ég bara hvort Nintendo væru bara hættir að gefa út leiki en svo mundi ég eftir að hafa heyrt að Skífan hafi keypt þáttin. Skífan selur ekki Gamecube er það nokkuð? Þannig að þessi þáttur fjallar bara (á jákvæðan hátt) um það sem er til sölu í Skífunni? Auðvitað skipti ég um stöð, ekki neinni ég að horfa á hálftíma auglýsingu frá Skífunni.