Vantar eftirfarandi GameCube leiki
Red Faction 2
TimeSplitters 2
Mario Kart: Double Dash!!
F-Zero GX
Prince of Persia
Skal borga 2500 á leik eða býð tvö af eftirfarandi leikjum í skipti fyrir hvern leik.

Star Wars: Rogue Leader: Rogue Squadron II er mjög góður geimskipaskotleikur sem skartar öllum helstu umhverfum úr Star Wars, The Empire Strikes Back og Return of the Jedi. Grafíkin er vönduð og hljóðið er með því allra besta. Framhaldið Rebel Strike er komið í búðirnar en gagnrýnendur eru sammála að Rogue Leader eigi skilið hærri einkanir. Rogue Leader er exclusive fyrir GameCube. Factor 5 gerði leikinn en þau gera bara exclusive GameCube leiki. Nintendo hefur treyst þeim fyrir að þróa næsta PilotWings leikinn á N5.
IGN gaf leiknum 9.1.
Bæklingur og hulstur fylgja.

Pikmin er meistarverk og draumaleikur Shigeru Miyamotos, mannsins sem gerði Zelda, Mario, Donkey Kong, Metroid og F-Zero leikina fræga. Þetta er mjög frumlegur leikur og alls ekki “barnaleikur” eins og margir halda. Þetta er strategy leikur af bestu gerð og er hann mjög vanabindandi. Stjórnunin og grafíkin er í Nintendo-gæði en leikurinn hefur fengið mjög góða dóma. Leikurinn litur við fyrstu út fyrir að höfða einungis til Stubba(teletubbies)-aðdáenda en samskonar hluti má segja um The Legend of Zelda – The Wind Waker. Undir þessu yfirborði eru samt mjög góðir leikir sem fólk ætti ekki að missa af einungis vegna þess að hvernig hulstrið litur út eða hvort maður sé að stjórna litlum ljóshærðum dreng í grænum fötum eða hvort maður sé að stjórna dverg í geimbúning.
IGN gaf leiknum 9.1.
Bæklingur og hulstur fylgja.

Enter the Matrix er leikur Shiny stofnanda Dave Perry sem meðal annars fann upp á Earthworm Jim. Leikurinn er á tvem diskum og tengist myndunum The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions á mun fleiri sviðum en í nafninu. Leikurinn skartar mörgum klukkustundum af talsetningu og myndböndum sem Andy og Larry Wachowski tóku sérstaklega upp fyrir tölvuleikinn. Það voru einnig þeir tveir sem persónulega skrifuðu þriggja hundruð blaðsíðna screenplay fyrir leikinn, þannig að þetta telst sem einn af mikilvægustu kvikmynda-tölvuleikjum síðari tíma. Þó að gagnrýnendur hafa ekki alltaf gefið leiknum frábæra dóma þá eru dómarnir sem leikurinn hefur fengið eru greinilega yfir meðallagi fyrir tölvuleik byggðan á kvikmynd en t.d. gáfu
Reviewgamer.com 9.0
Gamingpipe.com 9.0
Gamepower.com 9.0
Bæklingur og hulstur fylgja. (leikurinn er á tvem mini-DVD)

Super Monkey Ball er fyrsti Sega leikurinn á Nintendo tölvu. Þetta er fullkomið port af spilakassaleiknum Monkey Ball sem Sega þróaði. Leikurinn er einskonar óhefðbundinn strategy-leikur en maður stýrir apa í bolta í gegnum ýmsar brautir á meðan maður safnar banönum. Þetta virðist barnalegt en er bara mjög skondið. Leikurinn er mjög vel gerður og grafíkin jafnvel betri en í spilakassa. En leikurinn inniheldur meðal annars einn besta multiplayer-mode á GameCube, þ.e. það er hægt að fara í four-player race, bowling, billiard, golf og fleira. Leikurinn hefur fengið frábæra dóma enda er þetta skemmtilegur leikur fyrir alla.
PlanetGameCube.com gáfu leiknum 9.5.
Box og bæklingur fylgja en coverið á boxinu vantar.

Þessir leikir eru einnig til sölu á 2500 kr. Hafið samband.
<br><br>perfect dark is forever
<a href="http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm">http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm</a