Gerirðu þér grein fyrir að þú ert að vísa í frétt á síðu sem var síðast uppfærð í júlí 2003? Auðvitað er von á PS3 og auðvitað er verið að vinna að henni hjá Sony en ég held það sé engin hætta á að hún sé tilbúinn eins og þú ert að gefa í skyn eða einu sinni nálægt því. Það er líka staðreynd að Sony, Toshiba og IBM eru öll búin að gefa upp að fjöldaframleiðsla á Cell örgjörvanum, sem er aðal stykkið í ps3 (eða aðal 8 stykkin ef eitthvað er að marka flestar fréttasíðurnar), fer ekki í fjöldaframleiðslu fyrr en eftir mitt ár 2005 svo það er engin hætta á að hún komi út fyrr en í allra fyrsta lagi jólin 2005, og líklega mun seinna, en þá einvörðungu í Japan og svo hefst hin hefðbuna hálfs til eins árs bið okkar evrópubúa. Anyways… Reyniði að lesa ykkur aðeins til, þó þið skoðuðuð ekki nema bara ign.com eða gamespot.com, eða jafnvel eldri fréttir og korka hér á huga, áður en þið komið með svona óendanlega heimskulegar pælingar.