Challenge Everything (613)
conkersbfd, þann 6. nóvember 2003 - 19:24:29.
Electronic Arts – “engilsaxneska fyrir blóðmjólkun” -Gourry
Electronic Arts er stærsti “third-party” þróunaraðili í tölvuleikjabransanum. Ég hef ekki keypt tölvuleiki frá fyrirtækinu síðan þau skippuðu að gefa út og framleiða tölvuleiki fyrir Sega Dreamcast frá upphafi. Reyndar, tek ég ekki eftir einum einasta leik frá EA þegar ég fer yfir allt leikjasafnið mitt. Kannski hef ég svo sérvitan smekk á tölvuleikjum. Kannski hef ég núll áhuga á íþróttatölvuleikjum. Eða ég hef bara engan áhuga á framhaldi númer X í leikjaseríu sem byggir á kvikmyndatrílógíu númer Y.
Eftir að GoldenEye 007 sló hressilega í gegn og varð einn söluhæsti leikur allra tíma fékk Electronic Arts sér réttindin að James Bond merkinu og dældi út einn leik eftir annan byggður á þessu frægu merki. Tomorrow Never Dies og The World Is Not Enough síðustu kynslóð leikjatalva á eftir GoldenEye 007. Tveir hafa komið á next-gen leikjatölvum. Þriðji next-gen leikurinn er að koma á allar tölvur þessi jól. Ég hafði aldrei áhuga á þessum leikjum því ég vissi að ekkert gæti staðið samanburði við Perfect Dark. En það getur enginn neitað því að þessir leikir seldust og gera það ennþá. Sama með Lord of the Rings, Harry Potter og íþróttaleikirna. Öll meðal langvinsælustu leikja á öllum leikjatölvum undanfarin ár. Fólk kaupir þetta. Þetta sýnir að fjölbreytni er ekki nauðsynleg í þessum bransa. Þetta hefur virkað frá upphafi. Leikir eru orðnir svo umsvifamiklir og dýrir i framleiðslu, og allir vilja græða en enginn tapa, en af hverju geta ekki öll fyrirtæki þótt vænt um leikjatölvubransann eins og Nintendo? Metroid Prime er framhald, en þetta er frumlegasta tilraun í FPS leikjum síðan Wolfenstein 3D.
Af hverju ættu EA að finna upp á einhverju nýju? Frumlegir leikir seljast ekki. Fólk kaupir þessa yfirborðskenndu formúlu-leiki og eyðileggur bransann að lokum. En er þetta EA að kenna? Þau eru bara að selja það sem fólk kaupir. Eins lengi og fjöldinn kaupir lélega leiki byggðar á frægum kvikmyndaseríum þá gefur EA út lélega leiki eftir þörf. Electronic Arts hafa ávallt verið lang grófastir í að naudga þessum bransa. Hin fyrirtækin herma bara eftir. (gott dæmi: Sega Sports) Sölutölurnar skipta öllu og EA er að græða feitt!
Hvað finnst ykkur?
<br><br>perfect Dark is forever
<a href="
http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm">
http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm</a