Ég kíki af og til á BT spjallið og finnst mér vanta tvo mikilvæga þætti í fólk þar: Hæfileikana “rökfærslur” og “skynsemi”.
Ef einhver spyr um eitthvað, segjum t.d að hann vilji vita hvaða leikir eru góðir í Xbox eða GC því hann sé að spá í þannig vél/um. Hvaða svör fær hann? 9 af hverjum 10 svörum eru:
a) “Etrui sm´abarn! PS”2 rúlar!!!!!!!!!!“
b) ”Xbox sökar! Ps2 rokkar!“
c) ”Gmae Cupe er drastl fáðu þér Playstatsion 2!!!!“
d) ”hahahahahahaha“
Taktu eftir að það eru engin rök gefin fyrir þessum svörum. Af og til kemur einn notandi sem getur svarað. En hvað gerist? Hann fær eftirfarandi svör:
a) ”Vá´ þrokstastu mar! Enþá í Nitendo?“
b) ”Xboox er bara drals og ég vorkeni þ´er fyrir að eyga hana“
c) ”F´aðu þér PS2 og þá ertu cool en ekki mepð GC epa Xbox“
Enn og aftur vantar þarna rökfærslur og alla heilbrigða skynsemi í svör. Í fyrsta lagi var fyrri aðilinn að leita eftir álitum fólks, ekki heilalausum ”þetta sökkar, hitt rúlar“ svörum, þannig svör eru álíka marktæk og Saddam að segja ”Elskiði friðinn“. Í öðru lagi var seinni aðilinn að svara þeim fyrri með rökum og skynsemi (þó ég hafi ekki tekið fram hans svör) en hann fær, eins og fyrri aðilinn, heilalaus svör og diss.
Að öðru leiti er BT.is spjallið uppfullt af tilgangslausum þráðum sem eru t.d ”Hvað eur alir gammlir?“, ”Hvaða talva er besst?“ og svo framvegis. Það er lítið um skemmtilegar umræður, tja, jú reyndar. Það er endalaust hægt að hlæja að misgáfulegum umræðum um t.d hvort að Pepsi eða Coke sé betra. Já eða hvað þessir krakkar ÆTLA að fá í fermingagjöf :)
Hugi er way beyond BT forums. Hér er þó allavega að finna fólk sem kann að rökræða hluti og hefur eitthvað VIT á því sem það segir. Ekki bara apar eftir því sem aðrir segja, fer eftir trendi og bullar bara með dónaskap í þokkabót. Ég veit ekki hvað oft ég hef séð ”Þræði læst“ eða ”Þræði lokað“ vegna dónaskaps einhverra ákveðinna aðila þarna á BT.is. Hversu oft gerist það hérna? ;)
In short: Hér er fólk með viti. Á hinum staðnum er Leikskoli.is í fullu fjöri. <br><br><b>”You too will come to understand fear, as I have“</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=”#FF0000“><a href=”mailto:arnarfb@mmedia.is“>E-mail</a> | <a href=”
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font