HAHAHAHAHA! Sorry en þetta er of fyndið…
Í fyrsta lagi, þá töluðum við Nintendo fanboyarnir um að Nintendo ætti eftir að jarða þessa “Pleijsteisjón” með útgáfu N64. Það gerðist ekki. Þvert á móti þá náði N64 aldrei flugi útaf PSX.
Í öðru lagi, þá töluðum við Nintendo fanboyarnir aftur um að Nintendo ættir eftir að jarða þessa “Pleijsteisjón tvöh” með útgáfu NGC. Það gerðist ekki. Þvert á móti náði NGC aldrei flugi útaf PS2.
Í þriðja lagi, þú segir að PS2 sé farinn að minnka í sölu og GC sé að taka flugið. ERTU TREGUR?! Veistu ekki af hverju PS2 er að seljast minna núna en áður, og NGC að seljast meira?
- Ástæða 1: GRÍÐARLEGT magn af PS2 er komið á markað, þetta selst ekki ENDALAUST. Takmarkað hvað þetta selst, söluþakið er þarna einhverstaðar og kannski er PS2 að nálgast það.
- Ástæða 2: Nintendo lækkuðu verð GC niður í 99$ og þá fóru nískupúkarnir að spá meira í henni og salan jókst mikið við það. Þessi aukna sala er samt svo LANGT, stjarnfræðilega langt frá því að auka möguleika Nintendo um að ná Sony í heildarsölu á leikjavélum.
Í fjórða lagi, ef einhver af núverandi leikjatölvuframleiðendum ætti líklegast til eftir að draga saman seglin og framleiða leiki eingöngu, þá er það Nintendo. Face it, Sony er með OF sterka markaðsstöðu til að hætta í þessu og framleiða leiki fyrir Nintendo vélar. Ehrm… Microsoft. Bill Gates á fleiri seðla en samanlagðar tær og fingur okkar íslendinga í þriðja veldi liggur við. Svo að nei, Microsoft eru ekki að fara að draga sig úr þessu til að einbeita sér að PC markaðnum. Þeir vilja vera “memm” í þessari peningavél.
Í fimmta lagi, þá þarf kraftaverk til að N5 jarði PS3 og Xbox-2. Nintendo þurfa að vera með eitthvað virkilega einstakt í pokahorninu til að draga sölu að sér og frá hinum. En veistu, ég held að svo sé ekki. N5 verður eins og NGC, öflug leikjavél. En hinn meðal leikjatölvueigandi vill líka allt þetta margmiðlunar rugl. Það á eftir að reynast erfitt fyrir N5 að “jarða” hina, því fólk þekkir, vill og álítur PlayStation sem “hippið” og það sem skal eiga. Nintendo hefur verið í myrkrinu undanfarin ár. Get over it.
Í sjötta lagi, Nintendo var vissulega fyrirtæki áður en við fæddumst. Það var líka Mjólkursamsalan. En það þýðir ekki að Sony og Microsoft geti aldrei verið öflugri og vitrari fyrirtæki en Nintendo. Nintendo vissulega hafa að mínu mati dýpri og merkilegri sýn á leiki og leikjavélar að mínu mati, en ég ætla að gerast svo frakkur að segja að Sony og MS eru vitrari þegar kemur að markaðssetningu og söluaðferðum. Nintendo eru með hausinn í eigin úrgangi þegar kemur að því.
Í sjöunda og síðasta lagi, þá mæli ég með því að þú gerir eins og ég og fleiri hafa gert: Minnka Nintendo fanboyismann í þér svo maður líti ekki asnalega út þegar yfirlýsingarnar frá manni standast ekki. Því þær gera það sjaldnast. N5 á ekki eftir að jarða PS3 og Xbox-2, það þarf afskaplega mikið til.
Kveðja,
Einn sem óx uppúr svona. <br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font