Vandamálið er einfalt en samt svo flókið.
Ég var búinn að setja upp síðuna á blaði og einn admin hérna teiknaði svona hugmynd að síðunni sem okkur fannst nice. En fyrir löngu síðan þá fengu þeir á skrifstofu B.O. grafískan hönnuð til að hanna síðuna með aðstoð nemenda í ákveðnum framhaldsskóla. Það var s.s verkefni fyrir hópinn. Þetta tók of langan tíma og eftir að ekkert hafði gerst í fleiri vikur þá ákvað ég bara að byrja aftur á núllpunkti.
ég endurskipulagði innihald síðunnar, lið fyrir lið. Útlitið sem ónafngreindur admin hannaði var ákveðið sem nýja útlitið. Þeir í B.O. báðu mig að finna einstakling/a til að vinna við að setja síðuna upp fyrir netið. Ég fann tvo einstaklinga sem í raun kepptust við að fá þetta verkefni enda leist þeim báðum mjög vel á það. Þeir settu upp vinnuáætlun og annar þeirra fór persónulega niður í B.O. og talaði við einn verslunarstjórann og sýndi honum þessa áætlun. Í hans áætlun átti hún að vera til, 100% þann 1. janúar 2004. Þetta var um miðbik nóvember minnir mig. En það var of langur tími fyrir þá í B.O. og vildu þeir fá síðuna sem fyrst upp. Því fóru þeir að pæla hvort að sonur eins þeirra gæti sett hana upp. Hann sagðist geta það en þá bara eftir grunnhugmyndinni af útlitinu. Ég sendi honum skjal með öllum upplýsingum um síðuna, en ekkert hefur gerst síðan.
En þar er ekki öll sagan sögð. Þessir einstaklingar sem buðust til að setja síðuna upp reyndu að finna leiðir til að sannfæra B.O. menn til að leyfa sér að taka verkefnið að sér. Annar þeirra sagðist geta hent upp c.a 20-30% af síðunni fyrir 1. des en fram til 1. janúar yrði hún í stöðugri uppfærslu og yrði 100% til 1. janúar. Þetta var í raun gyllitilboð og fór þetta á borðið hjá þeim á skrifstofu B.O en ekkert hefur heyrst síðan.
Það sem ég er að gera eins og er, er að koma þessu móti á laggirnar. Það er búið að taka smá tíma og það má ekki endilega kenna B.O. um það heldur hefur tekið tíma að vinna úr þessu bara og hefur það farið í gegnum margar breytingar og hugmyndasmíðar. Þegar því er lokið ætla ég að fara í það að pressa á að síðan verði tekin í mótunarbekkinn og farið að vinna í henni af öðrum hvorum þessara manna sem buðu sig fram.
Þannig að eina sem ég get sagt núna er: Mótið er næst og fljótlega uppúr því fer ég að pressa á með síðuna. Þeir vildu fá hana 1. des en sú síða hefði bara verið þunn og innihaldslítil, hefðu getað fengið hana 100% ready eins og hún átti að vera 1 mánuði seinna en það varð að engu. Þeirra von var að fá síðuna upp fyrir jól en svo loks stöðvaðist ferlið einhverstaðar innanhúss (ég veit ekki nákvæmlega hvar) en þeir hljóta að geta leyft þessum einstaklingum að vinna þetta núna því pressan er engin. Ekkert jólastress. Þið skuluð ekki fara að kalla B.O. neina bjána eða neitt þannig, því það þarf ekki nema einn einstakling til þess að allt fari í stopp. Þannig að sökin er ekki á öllu fyrirtækinu, heldur einhverstaðar hefur þetta lent á vegg.
Um leið og eitthvað merkilegt gerist þá læt ég vita, en þetta er sagan í einföldu máli. <br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font