Það er mjög mismunandi eftir xbox-um hverskonar skrifanlega diska þau geta spilað.
Það eru 3 mismunandi geisladrif í gangi í xbox-unum, eitt er frá Thomson, annað frá Philips og enn eitt frá Samsung.
Getur séð myndir af drifunum <a href="
http://forums.xbox-scene.com/index.php?s=96595312550ad75473e404d91921e9d5&act=ST&f=23&t=17216&st=0&#entry247188“>hér</a>.
Hvert og eitt drif er misgott í að lesa vissar týpur skrifanlegra diska. Samsung drifin til að mynda lesa CD-R diska frá nánast öllum framleiðendum en á móti eru þau nánast gagnslaus í að lesa DVD-R diska. Þessu er öfugt farið með Thomson drifin. Philips drifin eru ekki alveg eins augljós og hin svo það þarf að prófa sig áfram með þau. Þú ættir að finna meira um þetta á linkinum sem ég gaf upp eða einfaldlega bara á <a href=”
http://www.xbox-scene.com">www.xbox-scene.com</a>.