Málið er að margir, þar á meðal ég, hafa beðið eftir svona leik allt sitt líf og mér finnst hann meira að segja mætti vera miklu, miklu “ógeðslegri”, blóðugri og ofbeldisfyllri en hann er nú frekar ofbeldisfullur nú þegar.
Svo er það að hann er bannaður í Nýja Sjálandi og þá vill fólk fara að láta banna hann hérna og eru að röfla um það hvernig foreldrar barna undir 16 ára geta látið börnin sín spila hann, og kalla þau lélega foreldra og hvað annað.
En er ekki bara málið að þið sem eruð að segja þetta, þið eruð greinilega viðkvæm fyrir ofbeldi í þessu formi, en hví þá að reyna svipta aðra þessu ofbeldi? bara af því að þið fýlið þetta ekki og getið ekki sofið, er það þá ástæða til að láta banna leikinn algerlega? ég trúi varla að á meðan hann er ekki bannaður að það sé einhver að neyða ykkur til að spila leikinn.
Leikurinn er merktur með límmiða á framan sem lætur í ljós um innihald leiksins, ef að einhverjir foreldrar eiga börn undir 16 ára aldri og þau leyfa þeim að spila þennan leik, er það ekki bara þeirra mál? ef að það á að fara banna svona leik vegna þess að hann á að koma einhverjum hugsunum í börn um morð og hvaðeina, afhverju þá ekki að banna hryllingsmyndir algerlega líka?
Þetta málefni er bara svo mikið rugl að það hálfa væri nóg, þú vilt ekki spila hann, ok flott þá gerir þú það bara ekkert, en það er enginn ástæða til að taka skemmtunina við það að limlesta fólk og berja og saxa það í klessu með vélsög frá okkur sem það vilja.
Ferðamálaráðuneytið