Jæja núna finnst mér vera komið nóg!!!
Allt þetta tal um Xbox og PS2 og allt þetta rusl sko ef þið ætlið að tala um almennilega leikjatölvu þá er það Sega Mega Drive II
Sko margir halda núna að ég sé að senda þessa grein í djóki en þetta er mín skoðun og ég vill koma henni á framfæri!
Fyrsta reynsla mín af leikjatölvu var Sega en ég fékk hana á 6 ára afmælinu mínu og var gegt ánægður!!! því þá var etta það nýjasta náttúrulega en allavega á þeim tíma spilaði pabbi meira í henni en ég! en allavega fyrsti leikurinn minn var Sonic & knuckels (helda að það sé skrifað svona) og ég spilaði bara þann eina leik í 2 ár svo fór ég að sanka að mér hinum ýmsustu leikjum í tölvuna en svo þegar ég var orðinn svona 9-11 (man ekki nákvæmlega) var hætt að selja leiki í þessar frábæru tölvur ég er 14 ára núna og á þessa tölvu ennþá litlubræður mínir leika sér samt kannski meira í henni en ég en það kemur fyrir að ég skelli mér í Sega tölvuna og heng í henni.
það sem ég á við með þessu er að þessi talva er búinn að þola hnask að vera hoppað ofaná dúndrað svona tíu sinnum eða oftar í gólfið og lent milli hurða.
leikirnir endast líka svona vel því ég á enn Sonic og knuckels leikin og það sést ekkert á honum né tölvunni.


Ég átta mig vel á staðreindunum að hún er úrelt og hinar tölvurnar hafa uppá meira að bjóða en ég vildi bara koma þessu á framfæri og vona að þið hafið gaman af því að lesa þetta.
Dance with us gir… dance with us.. into oblivion