Það fer eiginlega allt eftir hvernig leiki þú ert að sækjast í. Á sem stendur allar leikjatölvurnar og ég finn alveg fyrir því hvers konar leiki ég sækist í hverja.
GC - Platform leikjatölvu að mínu mati. Bestu hopp og skopp leikirnir á þessari tölvu og stýrispinninn vel hannaður fyrir þess konar leiki. Stýrispinninn er að mínu mati hvað verstur fyrir bardagaleiki. Það sem mér finnst eiginlega óþægilegast við stýrispinnann er hversu miklum vandræðum maður lendir í leikjum þar sem krafist er marga takka nýtingu(SoulCalibur og SSX 3 er dæmi um leiki sem mér finnst bara óþægilget að spila með GC controller)
PS2 - Hérna finnst mér best að spila bardagaleiki(er að nauðga Guilty Gear X þessa daganna) því stýrispinninn er með þetta klassíska 2d leikja setup. Einnig er þetta fín rpg leikjavél. Hérna aftur á móti finnst mér hrikalegt að spila fps leiki og gafst eiginlega upp eftir Red Faction(þó að maður lét sig hafa það því að leikurinn sjálfur var mjög góður). Stýrispinninn er aftur á móti fínn í Resident Evil leiki og clones.
XBox - Stýrispinninn(þá er ég að tala um controller S) er að mínu mati besta hybridið á milli PS2 og GC. Hann er tilvalinn fyrir fps leiki sem sannar sig í leikjum eins og Halo. Einnig er hann fínn í platformers og er sæmilegur í bardagaleiki, en þó samt helst 3D bardagaleiki, á Marvel vs. Capcom og ég verð að segja að fyrir minn part þá hefði ég helst vilja nota ps2 stýrispinnann fyrir hann.
Ef þú ert græjukall, þeas með geðveikt sjónvarp og DTS heimabíó þá nýtist XBox tölvan betur en ef þú ert bara með setup eins og við hin þá skiptir það ekki eins miklu máli.<br><br><a href="
http://www.simnet.is/hangar/gif/">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a