Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákveðið að banna sölu og leigu á tölvuleiknum “Manhunt”, en um er að ræða fyrsta tölvuleikinn sem er bannaður þar í landi. Kvikmyndaeftirlit landsins segir að leikurinn lýsi svo miklum hryllingi, grimmd, glæpum og ofbeldi að hann sé fólki skaðlegur. Bill Hastings, yfirmaður stofnunarinnar, segir að framleiðendur tölvuleikja hafi tilhneigingu að ganga skrefi lengra en “Manhunt” hafi gengið talsvert lengra en allir aðrir sem skoðaðir hafa verið hjá stofnuninni.
“Eina markmiðið með leiknum er að myrða alla sem sjást á skjánum,” segir Hasting og bendir á að leikurinn geri fólki kleift að myrða með mismunandi hætti. Hægt er að nota glerbrot, vír, plastpoka og eldspýtur til þess að koma fórnarlömbunum fyrir kattarnef. Fyrirtækið Rockstar Games framleiddi “Manhunt”, en fyrirtækið er einnig þekkt fyrir framleiðslu á “Grand Theft Auto”, leikjum sem hafa valdið deilum og málaferlum í Bandaríkjunum.

Leikurinn fæst í verslunum BT og einnig á bt.is

Heimildir:
BT.is
Cinemeccanica