Jæja nú ætla ég að fjalla um Catlevania en það er ævintýraleikur.
Castlevania leikirnir fjalla um vampirubana sem á 100 ára fresti neyðast til þess að drepa drakula.
Ég þekki ekki alla castlevania leikina en ég ætla að byrja að segja frá “Castlevania”(nes)
Í þessu Castlevania leik leikur þú Simon sem er barnabarn Christopher. Þú byrjar fyrir utan kastalan og þaðan uppí hæsta turnin þar sem Dracula sefur. Á leiðinni hitturu marga óvini t.d upprisnir riddarar , beinagrindur og auðvitað endakalla Medusa ,múmiurnar osf.
Til að vernda þig hefuru svipu sem stækkar þegar þú nærð ákveðnum hlut, Holy water , hnifar, úr sem stoppar tíman og margt fleira en hvert item kostar akeðið magn hjarta sem þú nærð af og til.
Til að lækna þig þarftu að ná í annað hvort heilan kjúlla eða læri.
Þessi leikur er snilld, tónlistin er meiriháttar og gameplay-ið er mjög auðvelt. ég mæli með honum. Þið getið prófað hann með “#HÓST#” Emulator og rom… en þið verðið að eyða honum innan 24 tíma þannig eru reglurnar
btw: þið getið hlutað á tónlistina sem er í leiknum á lost midi síðunni . Linkurinn er í “Nintendo linkar” neðar á síðunni .
Kveðja Jeste