Ég keypti Mgp2 frá bretlandi fyrir einhverju síðan, og hef nánast ekkert spilað hann vegna leiðinlegs galla í hljóðinu. Hljóðið í vélunum hækkar alltaf og hækkar með hverri gírskiptingu; hljóð við hæsta snúning í öðrum gír er lægra en við hæsta snúning í fyrsta gír o.s.frv.
Þetta er alveg hryllilegur galli sem gerir manni erfitt fyrir að skipta um gír án þess að hafa augun á snúningshraðamælinum, auk þess að vera óraunverulegt.
Þetta hljómar einhvernvegin svona, þegar keyrt er í gegn um gírana: Vii, viiii, viiiiiiiii, viiiiiieeeeee, veeeeeeeeeeee. Ef þið fattið :)
Spurningin sem ég hef handa þeim sem hafa keypt þennan leik hér á landi: Er hljóðið hjá ykkur svona?