Það er rétt, þú hefur séð í gegnum mig.
Mér finnst að þetta eigi bara að vera Nintendo fanboy-a mót, færð ekki aðgang nema þú haldir á GameCube inn um innganginn, helst í keðju um hálsinn á þér.
Ég var ekki með neinn fanboy-isma, finnst bara sjálfum ef að halda eigi sérstakt GameCube mót finnst mér fáránlegt að spila 3rd party, multi-platform leiki eins og Freedom Fighters, SSX 3 eða þaðan af verra, einhvern íþróttaleik (Madden anyone? Didn't think so…).
Hef ekkert á móti þessum leikjum, alls ekki (á t.d. SSX 3 og finnst hann bráðskemmtilegur) en þegar valið er mjög takmarkað og við erum að tala um Nintendo tölvu held ég að augljóslega ætti valið að vera bara um Nintendo leiki. Enda eru þeir (að mínu mati!) skemmtilegustu multi-player leikir sem ég kemst í (þá sérstaklega ef fjórir eiga að spila). Það er líka til ansi góður slatti af multi-player leikjum frá Nintendo, úr of miklu að velja.
Nintendo er reyndar í dáldilli sérstöðu hvað þetta varðar, en geturðu ímyndað þér xbox leikjamót þar sem frekar er keppt í Freedom Fighters heldur en t.d. Halo? Ég held ekki..
Það er reyndar mjög erfitt að bera þetta saman vegna sérstöðu Nintendo sem 1st party developer og þeirra fjölmargra franchise-a sem Nintendo á. Mjög erfitt að finna marga (hugsanlega góða) leiki sem þróaðir eru af Microsoft (eða Sony, þó ég hafi efasemdir um að þeir þrói neina leiki sjálfir) sem ekki eru multi-platform leikir.
Ertu farinn að skilja rökin á bakvið þetta? Hvar sýndi ég fram á fanboy-isma? Vissulega lét ég í ljós að ég persónulega vildi bara sjá exclusive Nintendo leiki á mótinu en ég veit ekki betur en að ég hafi verið frekar kurteis og laus við fanboy stæla í svari mínu.