Það er alveg hægt að spila hann single player þótt það sé augljóslega ekki eins skemmtilegt og að spila hann í co-op (er leiðinlegt að spila einhvern leik í co-op?) enda er hann sérstaklega hannaður fyrir co-op.
Ég persónulega þekki 5 gaura sem eiga GBA eða GBA SP og ég kaupi mér sjálfur SP fyrir jólin. Allir eigum við líka GameCube og sjálfur er ég búinn að vera með 4-player aðstöðu í bílskúrnum heima í margar vikur, sem hefur verið óspart notuð.
Hinsvegar þá ætti enginn að kaupa sér FF:CC nema hann sjái fram á að geta spilað hann mikið í co-op, hvort sem það er með einum vini eða fleirum. Nema menn vilji bara gleðja augun með yndisfagri grafík.
Það er ekkert mál ef allir geta ekki spilað alltaf á sama tíma, 2 geta byrjað og aðrir bæst við og hætt hvenær sem er án nokkurra vandræða. Þeir komust líka framhjá vandræðum varðandi level up, þ.e. ef einhver kemur seint inn í leikinn þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að vera level 1 meðan allir hinir eru kannski level 15. Ef ég man rétt þá er einfaldlega ekkert level-up kerfi í leiknum. Í staðin fá menn að velja sér artifact eftir hvert svæði og fær sá sem stóð sig best á svæðinu að velja fyrstur.
Ég hlakka að minnsta kosti mjög til að fá FF:CC í hendurnar og ég veit um 5 aðra sem langar að spila hann :)