Ég ætla að kaupa mér einhvern baneitraðan leik eftir prófinn til að spila í jólafríinu. Ég hef ekki fylgst mikið með leikjaþróunnin á PS2 þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að kaupa. Ég horfði á GameTíví um daginn og sá eitthvað úr True Crime, XIII og Prince of Persia. Var að pæla í að skella mér á True Crime en ég las það hérna að hann væri voða stuttur og ég er að leita að leik sem ég get spilað næstum allt jólafríið. En spurningin mín er, hvaða leik á ég að kaupa mér, fínt ef fólk gæti komið með einhverjar uppástungur. Mig langar líka að vita hvort Prince of Persia og XIII séu góðir (þ.e. ef þeir eru komir út)?