GameCube leikjaskipti

Mig vantar annað hvort Pikmin eða TimeSplitters 2 á GameCube. Ég býð í staðinn annað hvort Skies of Arcadia eða Star Wars: Rogue Leader: Rogue Squadron II á GameCube.

Skies of Arcadia er besti RPG (hlutverkaleikur) á tölvunni og tók mig yfir 60 klukkutíma að klára. Grafíkin er ágæt, þó ekki með því besta á GameCube. Leikurinn er eftir Sega-Overworks sem gerðu einnig Shinobi á PlaysStation 2. Það stendur “Only For” á hulstrinu því hann fæst ekki á PS2 eða XBox. Bæklingur og hulstur fylgja.

Rogue Leader er er mjög góður geimskipaskotleikur sem skartar öllum helstu umhverfum úr Star Wars, The Empire Strikes Back og Return of the Jedi. Grafíkin er vönduð og hljóðið er með því besta allra tíma. Framhaldið Rebel Strike er komið í búðirnar en gagnrýnendur eru sammála að Rogue Leader eigi skilið hærri einkanir. Rogue Leader er exclusive fyrir GameCube. Bæklingur og hulstur fylgja.
<br><br>Perfect Dark is forever
<a href="http://nemendur.khi.is/wilholbr">http://nemendur.khi.is/wilholbr</a