Ég er nú búinn að næla mér í eintak. Verð nú að segja að mér finnst brautirnar sumar of stuttar og flestar hugmyndasnauðar, olli mér talsverðum vonbrigðum hvað það snertir. Einnig finnst mér handicap dótið svolítið pirrandi. Ef maður er fyrstur þá fær maður bara skeljar (grænar!) og banana (!!!) en ef þú ert aftarlega þá ertu að fá fjólubláu skeljarnar, eldingarnar, boost og allan fjandann. Þetta er auðvitað gert til þess að jafna leikinn en $!#%& það ætti að vera hægt að taka þetta af!
Hins vegar finnst mér tvíliða hugmyndin brilliant, þá sérstaklega í 2player. Einn stýrir og annar sér um að messast í hinum. Gaman líka að maður getur valið sér teammate og bíl, ekki fyrirfram ákveðið og fast (t.d Mario og Luigi alltaf saman og svo Bowser og Baby Bowser alltaf saman). Brilliant stöff.
Þessi leikur er stórgóður en hann er ekki mjög endingamikill í Single Player. Þetta er eins og Mario Kart leikirnir á undan þessum, bestir í multi.
Held að það væri stórskemmtilegt að tengja 4 GameCube saman með broadband adapter og spila leikinn þannig…
Gef leiknum 8.5/10 en ef ekkert multi væri þá væri hann c.a 6/10<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font