KRÆST!
Hver var að tala um að kaupa einhvern? Er ekki í lagi með þig? Þeir eru að vinna í fu*HAAAALELÚJA*ng síðunni og eru að leita að manni til að setja hana upp. Ég var búinn að segja að síðan hefur verið í vinnslu með hléum síðan fyrri hluta árs. Sá sem VAR með síðuna gömlu hætti fyrir löngu með hana. Og þar sem þú ert búinn að blaðra því að ég sé í smá “vinnu” hjá Ormsson þá er kannski í lagi að ég blaðri því að þegar ég var fenginn til að taka við síðunni þá var ákveðið að taka smá tíma í að finna nýtt útlit á hana og koma til baka með virkari og skemmtilega síðu. Á meðan geturðu bara skoðað erlendar Nintendo síður. Það er ekki eins og himinn og jörð farist meðan þú getur ekki skoðað íslenska Nintendo síðu.
Síðan er í vinnslu! Af hverju að búa til stríð útaf því? Vertu bara feginn að það sé eitthvað að gerast, þó það gerist ekki á nokkrum dögum eða á ljóshraða. En ég skal gefa þér, conkersbfd, smá info um hana svo þú róist aðeins: Síðan verður með spjalli, Nintendo klúbb, virku fréttahorni, bestu tímum og skori spilenda um allt land (Landsins bestu/Þeir bestu), leikjalista og útgáfulista, margmiðlunarhorni og fleira. Einnig munu notendur geta gefið álit sitt á flest öllu (Fréttum, greinum, umfjöllunum o.s.frv.). Útlit síðunnar er hannað af einum stjórnenda þessa áhugamáls og ætla ég ekki að nafngreina hann, hann getur sagt frá því sjálfur. En útlitið er svolítið í anda gamla NES og SNES tímabils Nintendo. Retro baby! Ég vil líka minna á það að ég verð ekki EINN með síðuna. Síðan verður, eins og ég sagði, virk. Mér til aðstoðar verða 3-4 einstaklingar sem ég hef þegar fengið til liðs við mig.
Smá tilkynning og leit að einstakling til að setja síðuna upp:
<b>ATH: Það vantar einstakling til að setja síðuna upp. Ef þú telur þig réttan einstakling (ekki bara þú conkersbfd, lesendur allir) til að takast á við það þá sendu mér skilaboð.</b>
Aftur að kvörtun þinni. Eðlileg markaðssetning, vissulega hafa þeir ekki alveg verið að slá í gegn með markaðssetningunni á Nintendo, enda var það ástæðan sem ég kvartaði í þeim. Margt sem ég hef lagt til hefur farið inn um annað eyrað og út um hitt, ekki veit ég hvers vegna. Kannski er það af því þeir hafa fjandi mikið af umboðum til að sinna og mínar hugmyndir gleymast kannski undir öllum bunkanum af mikilvægari umboðum (í þeirra augum, Nintendo er ekki tilgangur lífsins í augum allra).
NOTE: heimilistækja, hljómtækja, hjólbarða, eldhúsinnréttinga, bjór, ryksugu, potta og pönnu, sjónvarps, lyftu og myndavélaumboðin þeirra eru öll að taka inn meira en nokkurntímann Nintendo umboðið, kannski þess vegna sem þeir líta ekki stórum augum á Nintendo.
Nú er ég ekki að verja Ormsson, ég er eingöngu að svara fyrir þá. Ég er ekki sáttur við hvernig málum Nintendo er háttað hér á landi, hef reynt að gera margt en því miður hefur það oft dottið til hliðar og týnst bakvið skrifborðin hjá þeim.
Ég vil líka fá að kvarta örlítið undan sjálfum þér gagnvart mér. Þú sendir mér skilaboð varðandi Bergsala útgáfulistann og spurðir hvar væri hægt að nálgast hann. Ég svaraði þér og sagðist vera með listann í Excel formi og hafði fengið hann útaf mínu samstarfi við Ormsson. Ef ég vildi auglýsa það að ég væri að vinna með þeim, eða reyna það, í þessum Nintendo málum, þá hefði ég gert það sjálfur. Mér finnst ekki skemmtilegt að utanaðkomandi einstaklingur bregðist þessu trausti sem felst í persónulegum skilaboðum milli einstaklinga. Ég gaf þér ástæðu fyrir því af hverju ég er með þennann lista, en ég vildi ekki að þú babblaðir því hér á huga. Mér er svo sem sama, það er ekki eins og það hefði aldrei komist upp, en ég er ekkert að auglýsa þetta. Strákarnir á #console.is vita þetta, en ég veit ekki til að ég hafi minnst á það hér á huga. Ég var ekki sáttur að sjá þetta koma frá þér þar sem ég sagði eingöngu þér þetta í skilaboðum okkar á milli í gær.
Ef þú vilt vita eitthvað meira um síðuna eða Nintendo mál hér á klakanum, spurðu. Ekki koma með barnalega ásakanir um SAMSÆRI.
<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font