Þessi mynd á sér langa sögu… fyrir þónokkru síðan (Meira en hálft ár, minnir að það hafi verið um áramótin) var haldið lítil keppni á GameCube General Boards á IGNBoards (<a href="
http://boards.ign.com“>boards.ign.com</a>) þar sem notendur léku sér að því að hanna sínar eigin hugmyndir að næstu vél Nintendo.
Nú jæja, einn notandi, Paladin69, gerði þessa mynd og kallaði hana Nintendo Nexus. Virkilega nákvæmar myndir frá mörgum sjónarhornum og frábærar lýsingar á innihaldi og hæfileikum vélarinnar. En allavega, einhverjir auðtrúa einstaklingar héldu að þetta væru virkilega leknar myndir af nýjustu leikjatölvu Nintendo og fullt af greinum um ”leaked prototype“ og ”exclusive secret concept art“ skutu upp kollinum. Sumir leikja- og tæknifjölmiðlar tóku þetta meira að segja svo langt að birta sviðsett viðtöl við eitthvað ónefnt fólk innan Nintendo og fullt af öðru rugli.
Þetta voru einstaklega fyndnar nokkrar vikur, en svo dó þetta. En einhvern veginn tekst þessu fyrirbæri alltaf að skjóta upp kollinum aftur. :)
In short: Þetta er bull. Ekki trúa þessu.<br><br>- Royal Fool
<a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com“>royalfool@hotmail.com</a>
Stjórnandi á <a href=”
http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/finalfantasy“>Final Fantasy</a> og <a href=”
http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a