Ridge Racer serían hefur verið mjög vinsæl á PlayStation vélunum og Ridge Racer 5 kom út sama daginn og PlayStation 2. Namco hefur alltaf hunsað Nintendo 64 og komu aðeins fjórir Namco leikir út á henni (Famista 64, Ms. Pac-Man Maze Madness, Namco Museum 64, Ridge Racer 64). Ridge Racer 64 er hinsvegar ekki þróaður af Namco heldur “Nintendo Systems Technologies” sem er bandaríska útibú Nintendo í Redmond, Washington, höfuðstöðva Nintendo of America. Þau hafa síðan gert einn tölvuleik sem kom út fyrir um það bil tvem árum á GameCube: Wave Race: Blue Storm á GameCube.
Leikurinn Ridge Racer 64 er að mínu mati langbesti racing leikur sem til er á Nintendo 64. Leikurinn er mjög Arcade-legur, mjög hraður og hægt að unlocka marga bíla. Ef þið saknið alvöru kappakstursleik á N64, þá myndi ég helst mæla með þessum. <br><br>Wilhelm_o@hotmail.com