Það hefur nýlega komið fram á IGN (http://cube.ign.com/mail.html) að næsti PilotWings leikinn sem sem verið er að gera hjá Factor 5 (þeim sem gerðu Rogue Squadron leikina þrjá og Battle for Naboo) kemur ekki út á GameCube í júní 2004 eins og áður var haldið. Leikurinn kemur á NÆSTU Nintendo leikjatölvu samkvæmt IGN. Talvan hefur ekki fengið nafn en kemur út á Íslandi einhvern tímann eftir tvö til þrjú ár.
Eins og allir ættu að vita þá voru bæði PilotWings á SNES og PilotWings 64 á N64 LAUNCH-leikir í Bandaríkjunum. Það þýðir að þau komu út sama dag og tölvurnar. Þetta bendir til þess að næsti PilotWings leikurinn verði launch leikur á næstu Nintendo tölvunni.
<br><br>Wilhelm_o@hotmail.com