konami er án efa besti framleiðandi knatspyrnuleikja á playstation 2 í dag. Hafa verið lengi að, nánar tiltekið síðan 1991, þá gerðu þeir fyrsta knatspyrnuleikinn Konami hyper soocer. Fyrsti leikurinn sem ég eignaðist af fótboltaseríunni þeirra var international superatar soccer pro, og kom hann út árið 1998. Síðan þá hef ég nánast verið dolfallinn fíkill á fótboltaleikina frá konami. International superstar soccer pro kom á playstation 1 og svo kom international superstar soccer 2 á playstation 2. Svo er það núna pro evolution soccer leikirnir sem eru gjörsamlega LANGBESTU fótboltaleikir sem ég hef prófað. PES 1 og PES 2 eru báðir konir út, og nú er á leiðinni PES3, sem hefur eitthvernveginn ratað í mínar hendur, sem er mjög gott. Það er alveg ótúlegt að leikir sem eru jafn góðir og þessir skulu alltaf falla í skuggann af FIFA leikjunum, sem komast ekki með tærnar þar sem PES1,2,3 er með hælana. Nýjasti leikurinn á að koma út í evrópu ca 27nóv. PES2 var besti fótboltaleikur, og einn besti tölvuleikur sem ég hef nokkru sinni prófað, enn nú þegar PES3(nánar tiltekið Winnning eleven 7, sem er japanska útgágf.) er kominn í mínar hendur, þá vissi ég vart hvert ég ætlaði. Trúði bara ekki að það væri hægt að gera góðan leik svona miklumiklumiklu betri, gjörsamlega hvert einasta smáatriði í leiknum er betrumbætt, hreyfingar með og án bolta, gervigreind tölvunar, fleiri lið, þetta er hinn fullkomni fótboltaleikur. Ef þið hafið verið að spila fifa, þá hvet ég ykkur til að kynna ykkur PES leikina og kaupa ykkuer PES3 leið og hann kemur, og ég skal lofa því að þið gleymið Fifa. Það einasem er við þessa leiki, að það er svolítið erfitt að skora fyrst, enn um leið og þið eruð komin með gott control á þessu, þá verður þetta endingarbesti tölvuleikur sem þið hafið átt, hann og cm4.

Ef þið viljið skoða leikinn þá er það

http://www.winningeleven7.50megs.com/
http://ww w.pesfan.com/bulletin/index.html