Getur fengið lyklaborð frá M$ sjálfum ef þú átt PSO 1&2. Sjá
http://www.xbox.com/en-us/pso2/keyboardadapter.htmSvo er alveg hægt að nota flest USB lyklaborð með XBoxinu, sértu að nota það til ýmissa annara hluta en að bara spila Xbox leiki á því ;) Minniskortaslottin tvö í stýripinnunum er bara ósköp venjulegur USB hub, svipað og mörg lyklaborð eru. Tengin eru bara stór og klunnaleg til að koma i veg fyrir að fólk sé að tengja annað þarna en bara xbox vörur. Og varðandi mús, þá kom júníútgáfunni af Microsoft XDK(forritunarumhverfinu sem leikjahönnuðir nota til að gera Xbox leiki) stuðningur fyrir ‘mouse input’. Þannig að Microsoft eru eflaust að undirbúa sig fyrir framtíðina. Hver veit ;)