Já nú ætla ég að taka í sama streng og hann RoyalFool.
Við vorum að skrifa umfjallanir um leiki fyrir BT.is ásamt þremur öðrum einstaklingum sem ég ætla ekki að nafngreina, þeir geta gert það sjálfur ef þeir vilja. Við völdum okkur leiki til að skrifa um og fengum ákveðið deadline á það, sem er gott og blessað. Nema hvað að maður eyddi miklum tíma í að klára leikina og voru þeir nú misgóðir en vissulega gaman að fá að spila leiki frítt, en það var allt og sumt.
Ég tók saman hversu mörgum orðum ég eyddi í BT.is, umfjallanir og sölulýsingar leikja. Tæplega 27.000 orð sem fóru í það sem ég vil meina í vel heppnaðar og langar umfjallanir. Þetta var að mínu eigin mati ekkert sorp. Ég vandaði mig og gerði þetta af miklum áhuga. Ég skrifaði um Metroid Prime, Mortal Kombat: Deadly allience, Mario Party 4, Colin McRae Rally 3, Kingdom hearts, Ratchet & Clank og Sly Raccoon. Í þetta fóru þessi 27þús orð og sú lengsta var 6.800 orð minnir mig. Ég, eins og ég sagði, vandaði mig og gerði þetta af fullri alvöru. Ég veit allavega fyrir víst að RoyalFool gerði það sama, af alvöru og af miklum áhuga.
Hvað fengum við? Jú, eins og RF minnist á fengum við bíómiða. Ég fékk tvo, einn fyrir mig og einn fyrir þáverandi unnustu mína. En þetta voru bíómiðar úr örugglega 500 miða búnti. Svona eins og maður hefur fengið gefins með pizzum á Dominos. Það var sem sagt ekki einn einasti kostnaður fyrir BT að hafa okkur. Það var ekkert lagt í okkur. Eingöngu ræfilslegir miðar á Ballistic. Þetta skipti mig svo sem engu máli fyrr en nú nýlega…
Þá var “ráðinn” ungur drengur, sem kallaði sig Cinemeccanica en gengur undir nafninu Gunni á BT.is spjallinu, sem spallstjórnandi og “brenglaðir tenglar”-stjórnandi. Tja, flott hjá honum að komast að sem stjórnandi þarna, en þessi drengur er hrokafullur og lítur á sig sem hershöfðingja þarna. Hann er alltaf með nefið upp í loftið, stoltur að vera stjórnandi BT.is spjallsins. Sé svo sem ekkert að því, eflaust gaman fyrir ungan pilt að fá að spreyta sig svona. Samgleðst honum að því leitinu, en það eru hæfari einstaklingar á spjallinu.
Það sem vekur upp ósætti mitt, pirring og í senn óbeit mína á BT þessa dagan er það að þessi einstaklingur er að fá borgað fyrir þetta. Hann fékk um daginn gefins nýja Conflict Desert Storm leikinn, sem á ekki að vera gefinn út fyrr en 10. október ef ég man rétt. Við fengum ekki að eiga NEINN leik af þeim sem við skrifuðum um, og ég get alveg sagt það frá mínu sjónarhorni að ég held ég hafi unnið mér inn allavega einn leik fyrir þá vinnu sem ég lagði fram. Þessi ungi drengur fékk á sínum fyrstu dögum gefins leik, fyrir litla sem enga vinnu. Hann situr og les það sem aðrir skrifa, svarar og einstaka sinnum leiðréttir fólk eða eyðir svörum. Einföld vinna. En okkar fyrirhöfn var lítils metin. Virði ómerkilegra bíómiða og jú ég fékk einu sinni gefins 50% afsláttarmiða á Subway. Ekki nóg með að hann fái gefins leik(i) heldur minntist einhver á þetta á BT.is spjallinu og hann gortaði sig á því að hann hafi jú fengið gefins eintak, en það væru ekki aðallaunin. Ekki aðallaunin? Hann er s.s að fá borgað fyrir þetta? Ekki var það heldur nóg að hann væri að gorta sig heldur var vefstjóri síðunnar einnig að upphefja hann sem mikinn snilling og gaf í skyn að ef hann stæði sig vel fengi hann veglegan bónus. Hvað gerðum við sem gerði okkur óhæfa um bónus?
Okkur var á sínum tíma harðneitað um laun og tekið skýrt fram að við fengjum EKKI gefins leiki. Af hverju fær þá þessi pjakkur gefins leik(i) og “önnur laun”? Hvað er það við hans vinnu sem gerir hana merkilegri, kröfuharðari og metnaðarfyllri en okkar vinnu?
Eftir að ég sá þetta á BT.is spjallinu varð ég svo fúll og svo svekktur yfir því að hafa gefið mína vinnu góðfúslega til BT.is og fá svo þetta í bakið, rýtingur með BT-músinni sem skaft. Það sem svekkir mig enn meira er að ég má ekki setja þessar greinar mínar inn á Huga því ég gerði það óvart (því ég hélt ég mætti það, vefstjóri BT.is gaf mér leyfi fyrir því ef ég minntist á að þetta væri BT.is grein), sem ég gerði (sjá Colin McRae Rally 3 greinina mína). Nei ég fékk skammir fyrir þetta og beðinn um að gera þetta ekki aftur. Sem sagt, þessar 7 greinar sem ég skrifaði eru nú farnar af síðunn og enginn man eftir þeim og ég má ekki gera þær líflegri hérna á huga. Þeir eiga mín verk og hinna 4. Enn verra þótti mér að dómarnir okkar fengu sjaldan eða aldrei umfjallanir á spjallinu, það var ekkert svarkerfi við greinum eins og hér á huga. S.s vinnan fór bara í að skrifa þetta og maður fékk ekkert credit fyrir það. Ég sem sagt var að leggja fram vinnu mína, marga klukkutíma í spilun og 3-4 klukkutíma í skrif fyrir ekki neitt. Ekkert. Nada. Zip. Ef einhverjum finnst skrítið að ég sé svekktur núna þá ætti hann sjálfur að setja sig í spor okkar RoyalFools. Sá hinn sami væri ekki sáttur ef hann byði fram vinnu sína frítt þar sem tekið var fram að engin laun væru í boði bara að spila leki frítt, og svo kemur einhver pjakkur og gerist stjórnandi á spjallinu og fær borgað fyrir það. Ég tel gagnrýnendastarfið krefjast mun meiri metnaðar og vinnuaga heldur en spjallstjórnandastaðan…
Ef starfsmenn BT eða BT.is taka þessu illa þá er það bara fínt, þetta á ekki að vera rós í hnappagatið á þeim þar sem mér finnst þetta röng meðferð á hópi manna sem buðu fram vinnu sína í þeim skilningi að svona vinna við síðuna væri launalaus en fá svo stuttu seinna hníf í bakið. Ég er svo svekktur að ég ætla að sniðganga BT í kaupum mínum á leikjum, DVD og öðrum vörum sem þeir selja.
Kveðja,
Mr. Pissed off!<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font