“Segðu mér slint, að hvaða leyti er GameCube barnavæn”
Game Cube sem tölva er ekkert barnavænni en hinar. Þó finnst mér hönnunin höfð einfaldari og ætti því að höfða frekar til ungra barna. En þetta er tölva og jafn mikil tölva og allar hinar, meira að segja öflugri en PS2. Það sem ég er að tala um er ímynd Nintendo sem merkis og ímynd Game Cube tölvunnar. Þegar ég tala um ímynd þá á ég við það álit eða þær hugmyndir sem almenningur hefur um þessa hluti, ekki einhvern sannleik. T.d. hefur Mercedes þá ímynd að þeir framleiði góða og örugga gæða bíla. Samt hafa Toyota lægri bilanatíðni og koma betur út úr öryggisprófunum, þannig að hvað er rétt eða rangt í þessu. Álit almennings á Nintendo er það að Nintendo sé barnaleg tölva og þeir leikir sem á hana séu gerðir séu barnalegir. Svo er það auðvitað annað mál hvort það sé einhver ástæða til þess að reyna að breyta þessu, en Ninteno hefur lítið sem ekkert gert til þess.
“Ef reiknaður væri meðalaldur fólks sem á hverja tölvu er ég viss um að meðalaldur GameCube eiganda sé langt yfir meðalaldri PS2 eigenda.”
Varðandi meðalaldur á leikjatölvunotendum þá hefur Game Cube lægsta meðalaldurinn, svo PS2 og X-Box hefur lang hæðstan meðalaldur. Einnig höfðar Game Cube frekar til kvenna en hinar tölvurnar.
“Nintendo sjálfir vilja framleiða leiki sem höfða ekki til barna, heldur til allra”
Nintendo hefur framleitt marga af bestu leikjum allra tíma og áður fyrr var eitt aðalsmerki þeirra allir þeir frábæru leikir sem til voru fyrir þeirra tölvur. Þetta sást t.d. mjög vel þegar Game Boy kepti við Lynx og Game Gear. Game Boy hafði lélegustu grafíkina og var ekki með litaskjá en það sem hún hafði var Mario, Zelda, Megaman, Metroid og marga aðra úrvalsleiki sem allir vildu spila. En þetta er að breytast. Helstu tromp Nintendo á Game Cube hafa ekki verið þau afrek sem Nintendo hefur vonað og svo er nú komið að nánast enginn leikur er að selja Game Cube í neinu mæli. Allavegna hefur Game Cube ekkert attraction eins og GTA er fyrir PS2 og Halo er fyrir X-Box.
“ ég skal næstum veðja við þig að ekki helmingur (og á að giska þar á meðal þú) hefur ekki aldur til að spila leikina sem eru vinsælastir á PS2 ef miðað er við aldurstakmarkið sem stendur á kassanum”
Varðandi aldur minn þá hef ég aldur til að aka bíl, gifta mig og skála kampavíni í mínu brúðkaupi og náði þeim aldri fyrir nokkrum árum. En þetta væl um það að það eina sem fólk sækir í, sem vill ekki spila hoppi skopp leiki, er ofbeldi, gor, blóð og innyfli. Leikir á borð við t.d. Max Payne, GTA, Halo og aðra leiki sem markaðssettir eru fyrir fullorðna bjóða upp á svo margt annað en ofbeldi og höfða frekar til mín heldur en Mario, og það er ekki út af blóði eða svoleiðis og það vita allir sem spila þá.
”By the end of the day snýst þetta allt um gameplay. Ekki photo-realistic grafík, ekki að það komi blóðslettur og innyfli úr öllu sem hreyfist og ekki að leikurinn þurfi að seljast í milljónavís. Allt þetta er ekki nóg til að gera góðan leik. Það sem gerir góðan leik eru hversu skemmtilegur og vel hannaður hann er, ekkert meira, ekkert minna.”
Nákvæmlega og þetta er ein aðalástæða þess að PS2 er eins vinsæl og hún er því það er nefnilega þannig að hún hefur langmest úrval af frábærum leikjum. T.d. ef þú skoðar topp 100 leikjalistann hjá gamerankings þá hefur Game Cube 5 leiki þar, X-Box 4 og PS2 20 ( stór hluti af þessum leikum á top 100 eru einnig til fyrir gamlar tölvur, PC ofl. Þannig að það eru bara 29 leikir sem til eru einungis á þær leikjatölvur sem eru á markaðinum núna). Þetta sýnir það að PS2 hefur langstærst úrval frábærra leikja.
”Þó ég viti að þú slint og margir aðrir þarna út sem hafa horn í síðu Nintendo vilji meina að Nintendo sé gjörsneytt af frumlegheitum gæti það ekki verið fjarri sannleikanum.”
Ég hef ekkert horn í síðu Nintendo. Ég er ekki skráður í neitt trúfélag, hvort sem það heitir þjóðkirkjan, Nintendo, Playstation eða eitthvað annað. Ég á sjálfur bæði PS2 og Game cube og margir af mínum uppáhaldsleikjum hafa verið framleiddir á Nintendo tölvur.
“Vissulega gefur Nintendo út leiki með sömu persónunum aftur og aftur, en þeir luma alltaf á einhverjum frumlegheitum sem oft á tíðum gjörbylta þessum leikjum”
Aftur og aftur, á ekki mario 25 ára afmæli þessu ári ? Það er ekkert að því að gefa út leiki aftur ogaftur með sömu persónunum en Nintendo tekst bara ekki upp jafn vel núna og áður. Ef þú lest dóma um t.d. Super Mario Sunshine eða Zelda Wind Waker þá eru þetta ágætir leikir enn þarna er enginn bylting á ferðinni, meira svona evolution fremur en revolution.
“Fólk fellur ansi oft í þá gryfju að segja Nintendo vera úrkynjað bara vegna þess að leikurinn innihaldi Mario eða Samus Aran eða Zelda. Skiptir engu máli, ferskir og frumlegir leikir fyrir því, og langt á undan 95% af PS2 (og xbox) leikjum í frumlegheitum.”
Það er endalaust hægt að rífast um það hvaða tölva er með bestu leikina en eins og ég sagði áðan þá hefur PS2 lang flesta góða leiki að mati gagnrýnenda, en hey hvað vita þeir, þú veist þetta náttúrulega allt best.