<i>Staðan með Gamecube er bara þannig á landinu að annaðhvort var að finna leið til að selja hana eða hreinlega hætta að bjóða hana þar sem salan var nánast engin!</i>
Þið auglýstuð hana nú nánast ekkert til að byrja með, og færðuð hana út í horn… furðulegt að hún hafi selst illa, ekki satt? Er ekki að segja að ykkur hafi líkað illa við hana, bara einfaldlega að benda á að þið auglýstuð hana nánast ekki neitt. Held ég hafi séð einn eða tvo bæklinga sem minntust á hana. (Þar til þið byrjuðuð að auglýsa allar vélarnar á vaxtalausum tilboðum)
<i>Útlit vélarinnar er einnig góð vísbending um hvað Nintendo voru að hugsa um þegar verið var verið að hanna vélina, en einhverjum finnst eflaust ástæða til að þræta um að það sé ekki vegna þess að hún eigi að höfða til yngri hóps fremur en t.d. Xbox og Playstation 2. En ég hef ekki hingað til séð neina trúverðuga skýringu á útliti vélarinnar.</i>
S.s. fjólublár höfðar meira til barna heldur en svartur eða grænn eða blár? Nintendo hafa alltaf hannað tölvurnar sínar ólíkar hvorri annarri (Sama með Sony), og að nota handfangið, lögun eða lit vélarinnar og segja að það eigi að höfða meira til barna er að mínu mati fáránlegt.
<i>Ég veit ekki til þess að nokkurt annað fyrirtæki á íslandi reyni yfirleitt að auglýsa þessa vél eða bjóða upp á flestalla leiki sem koma á hana.</i>
Það er satt, og ég er ánægður með að þið gerið það loksins. :)<br><br>- Royal Fool
<a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com“>royalfool@hotmail.com</a>
Stjórnandi á <a href=”
http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/finalfantasy“>Final Fantasy</a> og <a href=”
http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a