Ótrúlegt að þetta var ekki samþykkt sem grein : )En allavegna þá er það því miður viðhorf venjulegs fólks, sem pælir ekkert voðalega mikið í leikjaheiminum, að Nintendo sé krakka tölva, og ég held að þetta viðhorf á eftir að aukast frekar enn að minka.
Hvort GC sé eitthvað barnalegri en aðrar tölvur eða leikirnir á hana er svo huglægt mat sem ég ættla ekki að fara útí, en þetta er óumdeilanlega viðhorf almennings.
Þetta er ein aðal ástæðan fyrir því að ég held að Sony eigi eftir að taka lófatölvumarkaðinn líka. Á PSP munu koma allir leikirnir sem eru PS2 exclusive eins og tekken, GTA4, GT4, Getaway og margir fleiri. Nintendo á eftir að fá sama krakka stimpilinn á Game Boy (ég meina leikja snáðinn for crying out loud) og er á Game Cube.
Það þarf nú ekki nema að líta í kringum sig til að sjá þess merki að Nintendo eru að dala. Þeir eru farnir að vera í svipaðri stöðu og Sega. Nintendo er að reyna að lifa á fornri (Super Nintendo) frægð, svipað og Sega gerðu þegar þeir komu með Dreamcast. Að mínu mati gerðu Nintendo reginmistök þegar þeir kynntu vélina sína, lítinn fjólubláan kassa, sem lítur út eins og barnaleikfang. Það var eins og Nintendo væru enn að reynað ná til barnanna fyrst, sem svo myndu þá væla í foreldrum sínum um að eignast eitt stykki. Nú er það bara svo að börnin sem léku sér á eldri gerðir Nintendo véla eru nú mörg hver komin með menntun og tekjur og eru enn að leika sér í vélum, en núna eru þau kröfuharðari, vilja fá DVD playback, online play og þess háttar fídusa.
0
Þetta er rétt, og ég er hræddur um það að Nintendo fari sömu leið og Sega, og þá fáum við vonandi að sjá Zelda nú eða sjálfan mario á PS2/3/4
0
Satt að segja hef ég það á tilfinningunni að ef að Nintendo eigi eftir að fara sömu leið og Sega að Zelda/Mario/Metroid etc. verði ekki hinir sömu og fá ekki þennan stimpil á sig sem meistaraverk.
Sjáðu t.d. Sonic Adventure 2… þegar ég fer til Helvítis á ég eftir að verða látinn spila hann (og Universal Tour :D) non-stop.
Ég get ekki séð fyrir mér að Nintendo eigi eftir að gefa manni þessa tilfinningu í magann eins og þeir gera núna.
En takið eftir að Nintendo er ofsalega japanskt fyrirtæki og heldur þess vegna líklega svona í gamlar hefðir þegar leikjatölvur voru fyrir leiki. En sú strategía mun líklega (vonandi) breytast með næstu tölvu þeirra og betri markaðssetning.
Ég get ekki annað en vonað að markaðurinn eigi ekki eftir að koma Nintendo á hnén… en þá munum við allavegna hafa góðar minningar um snilldina sem prýðir þá.
Góðar stundir, kv. Armó<br><br><i>Mundu bara að lífið er það lengsta sem þú átt nokkurn tímann eftir að gera svo þú skalt verja tíma þínum vel….</i>
-SMS skilaboð frá Guði.
0
Neibb neita að trúa að Nintendo sé að fara á hausinn má ekki gerast, en verð að horfast í augu við sannleiknn, þetta er ekki að ganga hjá þeim. Það er mikil þörf fyrir breytingar.<br><br><i>In pure darkness there is only hope</i
0