Ég ætla kynna leik sem sló rækilega í gegn hjá mér og þess verðann að kynna…Starfox Adventures!


Ég byrjaði að spila þennann leik fyrir u.þ.b tveim mánuðum, búinn með alla leikina ekkkert að gera hljóp til kunningja míns og fékk hann lánaðann. Hann virðist óttalega barnalegur maður þarf bara að líta á hulstrið, ég byrjaði að spila hann með hálfum huga en þegar ég komst inní sjálfann leikinn byrjaði ég að fíla hann. Hann gerist i ævintýralegu umhverfi, fín spilun,góð grafík en söguþráðurinn er samt ekkert til að hrópa “húrra” yfir.
*******SPOILER*********


Söguþráðurinn er á þá vegu að maður leikur Fox McCloud geimskipstjóra og maður á að bjarga Dinosaur planet sem er undir stjórn hins ógnvænlega general Scales og bókstaflega að brotna í sundur :) maður þarf að skila fjórum spellstone í einhvað temple til að “bjarga heiminum” og líka náttúrulega fagurri mey.


****** END OF SPOILER********


Þessi leikur er frábær ævintýraleikur tilvalin fyrir krakka á aldrinum 10-13 ára og eldri, ég gef honum þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.