Ég hefði nú ekkert móti að fá 30-40 ára gamlan Link sem er orðinn bitur stríðsmaður og hefur ekkert á móti að fórna öðrum fyrir markmið sín, það og að hann geti svarað fyrir sig þegar yrt er á hann í staðinn fyrir setja furðulegan Anime svip á sig.
Ekki það að ég hati Zelda, mér finnst bara leiðinlegt að Mario, Zelda og Samus Aran hafi ekki fullorðnast með mér. Ég vil fá Mario sögu skrifaða af Brian Azzarello, Zelda skrifuð af Robert Jordan og Metroid með annað hvort Michael Strazcynski eða Garth Ennis. Geðveikir pennar plús geðveikt gameplay er lausnin í ofmettum markaði. Þegar maður hefur spilað óheyrilega mikið af leikjum þá vill maður fá sögu sem dregur mann áfram frekar en gameplay með engum söguþráð(eða bare minimal söguþráð). Það er eitt af ástæðunum fyrir að ég nenni að fara í gegnum báða Legacy of Kain leikina(Ekki Soul Reaver) því að ég vil sjá söguþráðinn þrátt fyrir lélegt gameplay(eða amk stirðbusalegt).
Leikir sem ná að blanda góðu gameplayi og góðum söguþráð eru leikirnir sem oft svínvirka. Metal Gear Solid 1 og 2, Grand Theft Auto 3: Vice City, No One Lives Forever, Half-Life, Warcraft III, Starcraft osfrv. Fólk vill finna með karakterunum. Eins og í kvikmynd þá viljum við rannsaka heim þeirra persóna sem lifa í heiminum sem skapaður er fyrir leikinn(myndina). Windwaker hafði alveg fínan söguþráð sem dróg mig áfram(þó að hann hafi verið svolítið týpískur miðað við aðra Zelda leiki) gallinn var bara að Link sjálfur var mállaus gaukur sem er alltaf að geifla sig í staðinn fyrir að svara fyrir sig.
En þetta er auðvitað bara mitt álit og nokkurra annarra.<br><br><a href="
http://www.simnet.is/hangar/gif/">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a