Að sjálfsögðu þarftu að borga fyrir þetta, þetta er talsverður búnaður sem þú færð í þessum pakka. Ég gæti skilið það ef þú værir bara að fá eitt stykki leik, þá væri svo sem ekkert að því að vilja fá hann frítt, en þetta er talsvert meira. Það stóð skýrum stöfum þegar þú skráðir í þetta að þú kæmir til með að þurfa að borga, asnalegt að vera voða hissa núna. :)
Hins vegar er málið með að kalla þetta ‘betaprófanir’ sem ég skil ekki. Netspilunin á PlayStation 2 er ekki yfir lokað kerfi líkt og XBOX Live. Fyrir utan það þá er löngu byrjað að selja network adapterinn í Bandaríkjunum, Japan og víðsvegar um Evrópu, svo þú gætir þess vegna bara keypt þér network kit að utan (T.d. Englandi) og byrjað að spila leiki á netinu. Þetta er langt frá því að vera á einhverju prufustigi. Virðist aðallega bara verið að kanna álag á símkerfinu, eða eitthvað álíka.
Mér finnst 8.000 kr. persónulega of mikið, plús það að ég hef engan áhuga á netleikjunum sem eru núna fáanlegir á PS2, mun meira á XBOX Live sem að kitlar forvitni mína. Eini PS2 leikurinn sem ég kæmi til með að kaupa network adapterinn fyrir væri Resident Evil: Outbreak, og það er svolítið langt í að hann verði gefinn út.
Eitt enn… ég er stjórnandi á áhugamálinu, en ég fékk ekki heldur bréf um að ég væri kominn í þessar prófanir fyrr en fyrir ca. 5 dögum, svo þú getur nú ekki mikið kvartað.<br><br>- Royal Fool
<a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com“>royalfool@hotmail.com</a>
Stjórnandi á <a href=”
http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/finalfantasy“>Final Fantasy</a> og <a href=”
http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a