Ég var einn af þeim útvöldu sem fengu þann heiður að fá að beta testa netspilunina fyrir ps2.
Ég hef strax komist að galla. Það virðist ómöglegt að fá upplýsingar um netspilunar pakkan sem maður þarf að kaupa. Ég er búin að hringja í skífuna, simnet og enginn viss neitt, komu allir af fjöllum.
Það var ekki fyrr en ég hringdi í einhvern Ómar, að ég fékk einhverjar upplýsingar. Ef upplýsingar má kalla.
Hann sagði mér að sá einstæklingur sem sæi um þetta netspilunar dótarí, væri í sumarfríi og bað mig að hringja aftur á morgun.
Ég er engan veginn sáttur við þetta.
- Hefur einhver geta komið höndum sínum yfir þennan netspilunar pakka sem þarf að kaupa?
————
Fyrst ég er byrjaður að vera neikvæður, þá er besta að tappa bara alveg út.
Ég fór á playstation.com og fór að skoða hvernig maður setur upp playstation nettenginguna. Þetta er LANGT frá því að vera notenda vænt. Maður á alltaf að hann fyrir heimskasta notendan og er það EKKI gert í þessu tilfelli.
Það liggur við að maður signi sig þegar maður fer að hugsa um það, þegar hvaða jón sem er fer útí skífu og fer að kaupa þennan pakka. Úff…
Það verður hringt í þjónustuver símans 24/7.
————
Síðan verður forvitnilegt að vita hvert mánaðargjaldið verður (ef það er eitthvert). Ofaná adsl reikninga =\ úff…
En fórnar maður ekki gulli og grænum skógum fyrir smá skemmtun í ps2
——
En núna getur maður ekkert gert nema bara bíða og vona að playstation á íslandi taki sig saman og reddi sínum málum. Ég er enganveginn sáttur við svona fúsk. Fara í sumarfrí þegar netspilunar beta-testinu er ýtt af stað.
priceless.
——
Ég skrifa kannski meira um þessa netspilunar reynslu, þegar maður hefur pakkan í höndunum.
Yfir og út…<br><br><font color=“#808080”><b>baldvin mar smárason</b></font>
<a href="http://www.bmson.is“><font color=”#C0C0C0“><b>heimasíða</b></font></a>
<a href=”http://server.bmson.is/portfolio“><font color=”#C0C0C0“><b>portfolio</b></font></a>
<a href=”http://www.ground-unit.com“><font color=”#C0C0C0"><b>linka safn</b></font></a