Enda var spurningin “Eru vinsældir það sama og gæði?” og þetta er mjög stór spurning sem á við alla geira. Reyndu að lesa svörin áður en þú svarar til baka.
Þótt að þú þekkir bara þrjá á Íslandi sem eiga XBox þá get ég sagt þér að þú og vinir þínir þrír eru langt frá því að vera upphafið og endirinn á Íslandi(kannski endirinn þó, ef þið kjósið rangan flokk).
Bestu leikirnir eru á öllum tölvum. PS2 er ekkert einsdæmi og ef þú vilt mesta úrval af gæðaleikjum þá mæli ég með Super Nintendo eða PC.
XBox menn segja Halo, PS2 notendur segja GTA. Persónulega sé ég ekki mikinn mun á hópum þarna. Í raun ertu að sýna fram á að PS2 eigendur séu álíka fátækir.
Ef þér finnst Halo ömurlegur þá ertu augljóslega bara ekki fps manneskja. Það eru ekki margir sem hafa gaman af hvaða leikjategund sem er og gott dæmi um það er að ég hef aldrei nennt að spila CM leikina(þó að mér finnist modelið sjálft vera andskoti freistandi).
Þú hefur ekki spilað XBox mikið þar sem það eru þó nokkuð fleiri góðir leikir en einungis Halo. Dead or Alive 3, Buffy the Vampire Slayer, Splinter Cell og svo eru auðvitað D3 og HL2 að koma. Svo bind ég þó nokkuð miklar vonir til Ninja Gaiden sem var dúndur sería á gamla Nes.
Það eru fleiri leikir en ég nenni ekki að telja þá upp þar sem þú lest bara Halo og svo kvartar yfir að hann sé sá eini.
“sem er auðvitað Doom 3.
Fyrir utan það að hann kemur á PC líka.”
GTA kom líka á PC þannig að ég skil ekki afhverju að þú ert að lista useless trivia. Vissir þú að Madonna er 45 ára?
Ég held að enginn hafi verið að þræta um vinsældir PS2. Kannski fórstu ekki nógu vel í gegnum textann hjá mér en ég sagði aldrei að PS2 væri óvinsæl. Aftur á móti finn ég fyrir því að hún er byrjuð að eldast. Sem stendur eru bæði GC og XBox tölvan með betri power og þar afleiðandi meiri möguleiki fyrir útgefendur(sem sést á komandi leikjum). Aftur á móti ef þig langar til að spila sama GTA leikinn aftur og aftur þá er það bara gott mál fyrir þig, sparar heilmikinn pening á því.
“Er ekki alltaf sagt meiri hlutinn hefur rétt fyrir sér??????”
Ég sé það núna. Auðvitað er gott að hafa Bush í stjórn og meiri hlutinn hefur örugglega viljað sprengja upp allt og alla til að byrja með. Heldurðu að fólk hafi keypt þessa tölvu út af því að fólk var að spá í leikina? Nei, þetta var fyrsta “Pakka-tölvan” og fólk keypti hana oft meira út af DVD spilaranum en leikjunum, þeir voru bara bónus.
“Hann er sennilega sá eini í heiminum sem á X-box en gerir sér grein fyrir því að X-box er crab.”
Enda er hann búinn að overdosa á sykri því seinast þegar ég leit á tölvuna þá var hún svört og stór, en ekki krabbi. Svo gæti verið að þú sért einfaldlega að kúga bróður þinn með PS2 tali og hann þori engu öðru en að sitjast með þér þegar þú ert að sýna honum hvernig á að gera þúsundasta stökkið í GTA.
“Kannski ef að leikjaúrvalið skánar eintthvað sem að það gerir reyndar ekki.”
Ertu sem sagt stóri bróðir sem stjórnar bransanum? Þú ert að alhæfa með hlut sem þú veist sama sem ekkert um.
“Ég vona að stofnandinn á þessum þráð skylji það núna að það er geðbilun að spá í að fá sér X-box.
Playstation 2 er einfaldlega málið.”
Hann bað um neutral álit sem þú gafst ekki. Þú í stað komst með gamla góða fanboy nöldrið sem er álíka leiðinlegt og Dabbi að tala um að fátækt sé ekki til á Íslandi.
Sjálfur á ég allar þrjár vélarnar og er ánægður með þær allar. Persónulega finnst mér meira af góðu efni á leiðinni á XBox en það er þó enn verið að gefa nokkra quality titla á PS2, en mikið af vonbriðgum: Devil May Cry 2, Primal. GC á erfitt updráttar þar sem þeir eru að berjast á móti áralöngu stigma sem barnatölva og spurningin er hvort að þeir endi eins og Sega, sem er að mínu mati ekki neikvætt því að mér sýnist svo að Sega sé bara að gera fína hluti sem leikjaframleiðandi.<br><br><a href="
http://www.simnet.is/hangar/gif/">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a