Jæja, þá er maður búinn með þessa snilld og mig langar til að deila upplifun minni með ykkur, hugarar góðir. Ath. hér koma smá spoilerar!
Leikurinn hefst á Outset Island, á afmælisdegi hetjunnar okkar. Á þessum tíma er Link orðinn að þjóðsögn og venjan er að þegar drengir hafa náð ákveðnum aldri verða þeir klæddir í græn föt, eins og hetjan forðum daga. En, allavega allt gengur vel þegar Link tekur eftir því að stór fugl kemur fljúgandi yfir eyjuna með litla stelpu í haldi og er sjóræningjaskip að elta hann.
Svo missir fuglinn stelpuna á toppinn á eyjunni og Link eltir og bjargar henni, ne á leiðinni út gerist nokkuð. Litlu systur hans er rænt af sama fugli og þá hefst leikurinn.
Mér fannst þetta vera einn, ef ekki sá besti Zelda-leikur í seríunni. Helsti gallinn var hversu stuttur og auðveldur hann var, man ennþá hvað gáturnar í OoT voru erfiðar. En, get því miður ekki skrifað meira en þetta.
10/10
Kv, Guðjón