Ég var í Skífunni í kringlunni um daginn, og ég ætlaði að kíkja á PS2 leikina, og þá sá ég einhvern nýjan leik eða eitthvað í prufutækinu fyrir PS2 leiki. Þetta var einhvers konar leikur þar sem þú getur valið mismunandi leiki, já ég veit, ekkert nýtt þar á ferð, en það se var cool var að það var engin fjarstýring, það var svona myndavél sem nam hreyfingar manns, þannig að þú áttir að láta myndvélina nema eins og þú værir að veifa á “continue”, og þá gerðiru það! Myndavélin gerði, í fyrsta sinn svo ég viti til hreyfingar þínar og breytti þeim í skilaboð se tölvan túlkar sem daufa mynd sem kemur á skjáinn, sem sýnir þig. T.d í headers leik, þar sem þú átt að halda bolta á lofti með einhverjum ráðum, ef myndin af þér lemur boltann upp, þá fer hann upp! Líka, í “Kung Fu” leik, ef myndin af þér lemur litlu kallana sem mega ekki ná að sparka í myndina af þér, á deyja þeir. Einfalt mál. Eins og ég sagði myndin er af þér, svo að þú verður að hreyfa þig til þess að myndin geri eitthvað.
Stórt skref í sögu leikja business-a , segi ég. Fyrir þá sem skilja þetta sem ég skrifa ekki, FARIÐ Í SKÍFUNA KRINGLUNNI OG SJÁIÐ HVAÐ ÉG MEINA!
P.S ef stjórnandi samþykkir þetta ekki sem grein plís gerðu það að korki. Heimurinn verður að fá að vita þetta!