Alltof léttir, td fyrsti endakallinn, ef maður skýtur hann í augað þegar hann er í loftinu, þá hrapar hann niður og maður getur drepið hann í fyrstu atrennu, ég vann alla kallana í fyrstu tilraun fyrir utan risa Dodongoinn í hellinum, það tók tvær að fatta aðferðina á honum. Ganon var alltof léttur, maður þurfti ekki einu sinni að nota bogan og svo gat maður varið höggin frá honum og ef manni vantaði eitthvað þá lét maður hann berja í rústirnar sem voru fullar af drasli, til dæmis álfum sem
maður gat sett í flöskur, bara fáránlegt að hafa fáanlega álfa í miðjum lokabardaganum.
Dark Link hlýtur að vera erfiðasti kallinn í leiknum þrátt fyrir að maður missi ekki nema 1/2 hjarta þegar hann hittir mann.