Jæja, hef verið að velta því fyrir mér að fá mér GBA SP. Hef aldrei verið spenntur fyrir GBA en síðan ég tók að mér að vinna næturvaktir hef ég fengið nýjan skilning fyrir leiðindum og mér datt í hug að GBA SP væri lausnin á því vandamáli. Ég get líka fengið hana á svo góðu verði að það tæki mig minna en eina vakt að borga upp tölvuna.
Hvað segið þið fólk þarna úti um GBA, bæði þeir sem eiga og þeir sem eiga ekki. Eruð þið ánægð með kaupin? Langar ykkur í GBA? Notið þið GBA mikið og þá sérstaklega þegar þið eruð ekki heima hjá ykkur?
Hverjir eru svona “must-buy” leikirnir á GBA?
Ég er bara að reyna að sannfæra sjálfan mig um að kaupa svona grip!