Það virðist vera orðið eitthvað vinsælt hjá mönnum að fara á korka fyrir einhverjar leikjatölvur og rakka hana niður eins og djöfullinn sjálfur með asnalegum rökum. Nú dettur mér í hug að þetta séu hálfvitar sem nota þetta áhugamál þónokkuð en þora ekki að skrifa undir sínu eigin nafni svona “flame bait” pósta og fara þessvegna í þjóðskránna og skrá sig á nýrri til þess eins að gera svona enda eru þeir allir yfirleitt með 0-4 stig.
Ef PS2 skortir frumleika hvað þá með Gamecube (ath ekki diss gegn GC!) það eru svona 5 leikir með Mario og maður hefur séð þetta allt svo oft áður enda eru nintendo menn þekktir fyrir að mjólka allt sem gengur vel árum ef ekki áratugum saman allt of mikið. Ef Mario er orðinn allt í einu eitthvað voða frumlegur núna meira en áratug eftir að hann kom veit ég ekki hvað…
Eini leikurinn sem þú nefnir þarna er Crash, jesús minn góður. Það er til einn Crash leikur á PS2 sem ég held að flestir séu sama um að sé frekar lélegur. Crash var ágætis platform skemmtun á PSX en var þó aðallega hugsaður fyrir yngri kynslóðina.
Persónulega finnst mér PS2 vera með lang fjölbreyttasta og besta úrvalið á leikjamarkaðnum í dag, með leiki eins og 3-D GTA leikina, Metal Gear Solid 2, Final Fantasy X, Devil May Cry og marga marga marga fleiri.
PS2 stýripinnarnir eru mjög góðir, álika þægilegir og GC pinnarnir að mínu mati og mjög flottar. Þær eru t.d. svartar en ekki á litinn eins og Lego hús. Síðan eru þessar gegnsæju bara eitthvað sem hægt er að kaupa ekki eitthvað sem fylgir með, ég hef nú bara aldrei séð neinn vin minn eða neitt eiga gegnsæja fjarstýriningu skal ég segja þér.
Það er hægt að kaupa Multitap til að tenga 4 fjarstýringar og Multiplayer dótið er vel heppnað úti.
Xbox er líka ekkert að seljast verr en GC þannig af hverju ætti ekki að fara eins fyrir GC og Xbox?
Ég held að ég sé búinn að eiða nóg tíma í þig og ætla að halda áfram að skrifa ritgerðina sem ég var að gera og meðan….skjóttu þig eða eitthvað.
PS, ég trúi því varla að ég hafi getað svarað þessu án þess að blóta neitt.
Lyrus,
Multi format gamer
<br><br>“I've always wanted to go somewhere overseas, like Canada”
- Britney Spears
<a href="
http://65.61.153.217/page.php?x=713217">FJÖR!</a