Nýr leikur
Ég var að prófa nýjan leik um daginn sem er algjör snilld. Þetta var að vísu bara prómaó útgáfa en samt snilld. Þessi leikur heitir eyesoft eða eitthvað og maður notar webcam fyrir þetta(þó hann sé fyrir Ps2). Þrír leikir voru í þessari prómó útgáfu Kung foo, wishi washi(eða eitthvað) og einhver fáránlegur dansleikur. Í Kung foo koma kallar úr öllum áttum, uppi og niðri og maður á bara ap kýla út í loftið þannig að í sjónvarpinu er eins og maður sé að kýla kallana. í kung foo er einnig leikur sem heitir break the boards og mér finnst nafnið skýra sig sjálft út. Svo þessi þvottaleikur þar sem kemur svið og á þessu sviði er skjár fullur af sápuvatni sem maður á ,,þvo´´ í burtu á sem stystum tíma. Algjör snilld þegar maður hefur spilað hann. Þessi leikur á koma á markað í Júní-Júlí skilst mér og mér finnst að allir ættu að reyna að eignast að minnsta kosti eitt stykki af þessum fráblra leik.