Eitt af því sem ég reyni að taka vel eftir er starfsfólk tölvuverslana. Hvort að það viti eitthvað um hvaða vörur þeir eru að selja, hvar ákveðnar vörur eru að finna o.s.frv.
Í grein sem ég las er verið að hæla starfsfólki Skífunnar fyrir hitt og þetta. En ég hef tekið eftir að ef maður spyr sumt starfsfólk Skífunnar um t.d hvað séu lágmarkskröfur á PC-leikjum, minni á Memory card-um, innihald diska o.s.frv, er algengasta svarið “Ég er ekki viss/veit það ekki”. En flest starfsfólk BT veit nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Skífan þarf t.d að leita á lageri og inni á tölvu að öllu, sama hvað maður biður þá um. Ef maður spyr BT-starfsfólk hins vegar er algengt að þeir viti hvað er til, hvar í versluninni þú finnur það, hvort það sé til í öðrum verslunum BT, geta þeir yfirleitt svarað án þess að þurfa að leita inni á tölvum eða leita út um alla búð. Einnig verð ég að segja að BT er mun skipulagðari. Það er alltaf einn sem leggur á minnið allt um tölvuleiki og leikjatölvur, einn sem hefur umsjón með tölvum, sjónvörpum og þannig hlutum. í Skífunni er yfirleitt enginn sem er annars staðar en við afgreiðsluborðið, svo maður lendir oft í biðröðum til að fá hjálp.
Jæja, ég læt þetta gott heita. Vonandi hefur einhver aðra skoðun á BT-starfsfólki og starfsfólki Skífunnar eftir að hafa lesið þessa grein.