Mér finnst þetta ekki byggjast á neinu varðandi einhverja æðri hugsun bakvið leiksins heldur er þetta spurning um basic gameplay sem er gert til að þjóna playernum.
Sjálfur hefði ég frekar viljað sjá 2D platformer samt í þrívídd, þeas meira eins og original Metroid leikirnir. Ég sé heldur ekki hvernig “Hann einfaldlega spilast EKKI eins og neinn FPS leikur hefur spilast” á að afsaka neitt. Ég gæti tekið út fullt af dóti í einhverjum leik, sem eru gerð til að bjóða mann upp á dýpt og taktík og svo sagt að “núna er hann ekki þessi hefðbundni X(name genre)”. Þetta er eins og listamaðurinn sem hefur aldrei lært að teikna og ákveður að teikna Óla prik og gefa skít í Renaissance og verk þeirra og segja að hann sé bara með æðri hugmyndir.
Gameplay is gameplay, ekki list. Hún á að þjóna spilaranum, ekki einhverju egói með pretentious fílingar í að gera eitthvað öðruvísi en aðrir.
Og til að leika smá “Devil's Advocate” þá hafa Retro studios gert mjög mikið í því til að fá stimpilinn fps á leikinn. Monster spawn er alltof mikið og nóg af skrímslum sem þurfa ákkúrat á betra gameplay til að þurfa ekki að böggast alltaf í. Retro studios hefðu ekki átt að hafa mikið af pirrandi og leiðinlegum skrímsla endurtekningum ef þeir vildu ekki fá “shooter” viðnefnið.
Þegar það kemur að hoppi og skoppi þá er stjórnunin mjög góð og nær MP að gera meira en flest aðrir fp leikir sem hafa komið. Aftur á móti þegar það kemur að combatti þá er MP leikurinn á villigötum með svona rosalega “innovative” hönnun. Combat í FP leikjum er mjög einfalt. Annað hvort gefur þú spilaranum séns á að verða dansari sem leikur sér að óvini sínum með tíma og æfingu eða þú lætur hann vera eins tröll á skautum. Þegar ég spila leiki þá vil ég að maður getur orðið fimur, þeas að maður nái þannig stjórn að maður verður hálf partinn god like. MP gerir það eiginlega ekki mögulegt nema með einhverjum örfáum pörtum. Ég held meira að segja að þeir hafi gert þetta bara til að gera leikinn aðeins óþjálli og lengri fyrir vikið.
Ég gæti auðvitað gert líka FP leik sem byggist á því að músin og lyklaborðið sé hannað fyrir örvhenta, svona til að fólk fái innovative fílingu yfir að spila örvhenta hetju í leiknum. Öfgakennt dæmi en er notað til að sýna fram á hvað innovative hugmyndir eru ekkert rosalega sniðugar alltaf.
Gamespot minntist einnig á það að stjórnunin var “awkward” en það fólk yrði vant því. Þannig séð má í raun túlka þetta sem “vont en það venst”.
Hvað telur þú MP vera? Ég tel hann vera metroid leik. Eini munurinn á honum og hinum er að hann tekur upp fp pælingar, hann ákvað bara að vera “sniðugur” á mjög misjafnan hátt.
Ég veit ekki hvort að þú hafir misskilið mig, mér finnst mp mjög góður leikur, það er bara strafe ruslið og innantómur og klisjukenndur söguþráður sem fer í mig, allt annað er bara skemmtilegt og hef haft mjög gaman af.
Ef þú vilt fá fleiri dæmi um svona innovative mishaps þá geturðu tekið samanburð á milli Age of Wonders og Heroes of Might and Magic. Svipaðir leikir með svipaða umgjörð þú að þeir virki báðir á mismunandi hátt. Einnig eru þeir báðir mjög skemmtilegir. Eini munurinn á milli þeirra tveggja er að AoW reynir að henda alls konar conventions út og eina sem gerðist var að hlutir urðu seinari fyrir vikið og óþjálli. Snilldarleikur sem vantaði örlítið upp á í að verða addictive helvíti.
“Oh jei! Enn einn FPS leikurinn!”. This is new folks!“
Það verður aldrei neitt nýtt undir sólinni, alla vega ekki á núverandi tæknistigi. Það að segja ”Enn einn FPS leikurinn!“ er að dæma einn leik út frá genre sem er leiðinlegt. Allir eru þeir misjafnir alveg eins og öll önnur genre. Gæti allt eins sagt í fávisku minni ”Oh jei, enn einn hopp og skopp leikur með smábarnalegum karakterum“, um SMS.
Svo finnst mér í raun merkilegt að Nintendo sé að fara sömu leið og Westwood studios(lengi lifi minning þeirra) varðandi game controls. Þeir finna einhverja persónulega formúlu og halda í hana hálfgerðu dauðataki og vilja eiginlega ekki breyta henni mikið, jafnvel þó að aðrar betri formúlur séu á markaðinum. Minnir mig hálfpartinn á level hönnuðinn Levellord sem neitaði að gera hluti í borði sem einhver annar kom fyrst fram með, þeas ef einhver annar bjó til lyftu í borðunum á undan honum þá myndi hann aldrei nota lyftur sjálfur. Artist integrity sem virkar bara ekki í mass media. Westwood sáu í raun ekki að þeir þyrftu að gæta að sér fyrr en í seinasta leik sínum: Command and Conquer Generals.
Þetta er auðvitað mitt álit og öllum frjálst að hunsa það. Ég er alhliða gamer sem spilar leikina út frá skemmtanagildi, ekki út frá genre. Ég hef bara kosið að líta hlutlaust á leikinn og einfaldlega sjá kostina og gallana fyrir það sem þeir eru. Ef fólki finnst eins og ég sé eitthvað sérstaklega aggressive er einfaldlega vegna þess að þeir sem eru með virðast vera sérstaklega aggressive á móti þeim sem finnst eitthvað vera að leiknum og þá finnst mér ég þurfa að benda fólki á að ekkert sé best.
P.S. ég hefði viljað fá Metroid sem 3rd person leik, einfaldlega út af því að það hefði haldið meira í Metroid fílinginn sem hefur skapast í gegnum 2d leikina. Sjálfum finnst mér skemmtilegast að ferðast sem bolti vegna þess að þá er maður ákkúrat í 3rd person viewi. Búningurinn er í raun svo flottur að maður hefði viljað fá að sjá hverja einustu hreyfingu og fimleikastunt í 3rd person, það hefði aukið fílinginn þúsundfalt. Núna gæti maður allt eins ímyndað sér að maður sé að stjórna hopp og skopp skriðdreka með viewporti :)
<br><br><a href=”
http://www.simnet.is/hangar/gif/">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a