Jæja NBA kallar!
Ef þið eruð mikið fyrir NBA leiki, þá ættuð þið að skella ykkur á leikinn NBA2k2. Hann er mikið betri en NBA Live 2003 í PS2. Hann er meira að segja með betri grafík og A.I. Tjékkið á honum á netinu, gagnrýni og fleiru og screenshots. En þið þurfið að kaupa ykkur boot-disk. Því þið eruð með evrópska kerfið og getið því ekki spilað hann án þess að hafa Boot-disk.
En það er einn leikur sem þið ættuð ekki að kaupa, hann heitir
NBA 2night frá ESPN. Halló Akureyri hvað sá leikur sýgur rassgat! Ef þið hafið gaman af B-myndum og hafið gaman af þeim því þær eru svo lélegar, þá skulið þið kaupa leikinn by all means. Það er allt slæmt við þennan leik. Grafíkin, spilunin, og kallarnir sem lýsa leiknum eru að reykja feitann skúnk. Ég og félagi minn spiluðum þennan leik í einn dag og ég get svo svarið það að ég þurfti að skipta um nærbuxur í skjóli nætur. Við hlógum svo mikið. Við skoruðum átta sinnum á mann fyrir aftan miðju í einum fjórðung sem tók fimm mínútur. Það fyndnasta var þegar ég ætlaði að troða með Shaq, hann stökk beint upp á vítalínunni, hvarf í sekúndubrot og tróð Í GEGNUM 3 MENN ! Ég hélt að ég þyrfti að skjóta mig til að hætta að hlæja. Ég fann á netinu það sem annar maður skrifaði um leikinn, ég prentaði þetta og setti það í hulstrið á leiknum mínum. Þetta fær alla til að vilja spila hann. Enjoy !
(það þarf líka boot-disk fyrir þetta gull)

http://www.gamespot.com/dreamcast/sports/espnnba2night/reader_review.html?id=149595