Ég sagði aldrei að þeir væru þeir einu sem gerðu þetta. Tökum til dæmis Capcom, hversu marga Streetfighter leiki höfum við séð? Hversu marga Megaman leiki eigum við eftir að sjá? Konami gaf nú þó nokkuð marg Probotector(Contra) leiki á sínum tíma ásamt öðrum leyfum.
Staðreyndin er samt að Nintendo gerir þetta hvað grimmast af öllum. Auðvitað vil ég sjá annan Zelda leik eins og hver annar leikjamaður sem ólst upp við þessa karaktera og enn einn Mario leikinn(að vísu fannst mér Majora's Mask og Super Mario Sunshine vera stór vonbrigði). Þeir eru með marga af fremstu hönnuðum í bransanum og Nintendo gætu auðveldlega hannað nýtt og skemmtilegt franchise(kannski þora þeir því ekki þar sem það er erfitt að promota nýju efni því). Það er auðvitað jákvætt að láta fans hafa það sem þeir vilja en eins og nefnt er í greininni þá getur það orðið þunnt á endanum(afhverju heldurðu að sjónvarpsseríur enda?).
Star Wars er og verður alltaf peningamaskína og mér finnst það ógeðslegt hversu Lucas leggst lágt til að græða aura úr því. Anybody want Star Wars Fries? Freedom fries? no, we only sell Star Wars Fries sir.
Svo er auðvitað afvegleiðandi að segja “Zelda og Mario eru klassískir leikir sem ég vil fá að spila eins lengi og möguleikarnir eru fyrir hendi..” því í raun væri hægt að setja Sonic í stað fyrir Mario og ekkert myndi breytast. það ætti frekar að vera “Zelda og Mario eru klassískir karakterar sem ég vil fá að njóta eins lengi og möguleikarnir eru fyrir hendi..” því þú ert í raun að tala um karakterana. Það sem hrjáir þessa leiki hvað mest eru hvað söguþræðirnir eru oftast bara skraut ofan á kökuna, fallegt en á endanum bragðlaust. Ég myndi fara til himna ef þeir myndu búa til jafn engaging söguþráð og er í Metal Gear Solid.
Líttu á þessa grein á hlutlausan hátt. Það er enginn að skerða að frelsi þínu eða að dissa þig, þetta er bara grein sem tjáir ákveðin factor í leikjabransanum og það vill svo til að sumir eru sammála því(en ekki allir mind you). Ef þið haldið að ég sé einhver Anti-Nintendo maður þá eruð þið að tala út um rassgatið á ykkur. Hef átt næstum allar tölvur síðan Game and Watch var hvað vinsælast. Á alla Zelda leikina og Mario leikina. Ég á fokking hlaupateppið fyrir NES(það var nú svolítið gaman að hlaupa á því þó gallað væri).
Sheez, fólk er svo touchy touchy hérna á leikjatölvur. Maður má varla segja eitt né neitt án þess að fólk taki eitt pak sao og svo que punch í mann.
PS. OoT náði aldrei að jafna A Link to the Past en Mario 64 var snilld og leiðinlegt var að sjá SMS sem bara graphic update með smá aukahlutum.<br><br><a href="
http://www.simnet.is/hangar/gif/">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a