Og bara svona til að leggja áherslu á mál mitt, þá vil ég minna á að þetta er allt ótrúlega ‘augljósar upplýsingar’, þannig séð.
MGS2:SOL endaði á nokkuð skringilegu atriði varðandi Patriots, svo það er nokk augljóst að framhaldið hafi eitthvað með þá að gera og verði kannski jafnvel nefnt eftir þeim. Svo Spong nefna þetta og láta það líta út sem að þetta sé eitthvað sem enginn vissi.
Vá, leikurinn kemur á PS2 og XBox? Undur og stórmerki, það, sérstaklega miðað við að MGS2: Substance var líka gefinn út á þessar vélar. Og útgáfudagur 2004? Hmm, ekki græna glóru, þó það gæti svosem alveg gerst. En það stenst ekki, ekki miðað við það sem þú talar um í PS3 greininni þinni.
Þetta með að Hideo Kojima muni vera við stjórnvöllinn á MGS3 brýtur nú í bága við það sem hann á að hafa sagt hér áður fyrr, en þá sagði hann víst að hann ætlaði sér ekki að stýra næsta leiknum í seríunni. En, tja, ég veit svosem ekki meira en Spong; hver veit nema að Konami hafi gefið honum smá aukaklink í vasann?
Snake og Otacon eru svo gott sem staðfestar persónur miðað við hversu þekktir þeir eru orðnir. Enn og aftur hitta Spong naglann á höfuðið og segja svo að fleiri persónur verði kynntar seinna meir, sem er auðvitað bara vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd.
Að lokum kemur svo þessi venjulegi ‘inside sources’ kafli fréttarinnar; þar sem þeir þykjast vita voðalega mikið um leikinn. Meira first-person, bætt gervigreind og hljóð…. vá, ekki datt mér það í hug.<br><br>- Royal Fool
<a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com“>royalfool@hotmail.com</a>
Stjórnandi á <a href=”
http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a> og <a href=”
http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a