PS2 í gólfið
Ég var á kafi í tiger woods 2003 þegar að einn vinur minn rakst í núruna og tölvan datt í gólfið og drifið fór í fokk. ég skrúfði hana í sundur og lagaði drifið (eða það opnast og lokast núna það var sko fast inni) en núna kemur hún alltaf með “no data” á skjáinn þegar ég set leik í hana, sama hvað leik sko. það kom smá rispa í tiger en ég vona að hann sé heill því ég var bara búinn að eiga hann í viku og umþað bil hálfnaður með hann og hann er magnaður… hvað ætli sé að þessu og hverjir gera eiginlega við ps2? er það bt eða sony setrið eða einhverjir aðrir og er það dýrt. ætli það borgi sig nokkuð að gera við næstum 2 ára tölvu???