Ég var í BT Skeifunni að leita mér að GameCube leik (átti ekki mikinn pening) þegar ég sá FIFA World Cup 2002, Tony Hawk 3, Crash Bandicoot Wrath of Cortex og Einhvern Kelly eitthvað Surfer á
1999 kr. og keypti FIFA World Cup 2002. Ég er búinn að vera að bíða eftir að einhverjir GC leikir yrðu svona ódýrir. Ég er alltaf að sjá fullt af ágætum PS 2 leikjum á svona verði (Platinium) en Gamecube svo dýra. Við skulum bara vona að verð á tölvuleikjum fari að lækka.