Er að verða vitlaus á því að bíða eftir Bandarísku GameCube tölvunni sem ég pantaði, það tekur alltof langan tíma fyrir Bandaríkjapóst að skoða málið og ég er sannfærður um að hún sé týnd eða hafi verið stolið.
Ég er að hugsa mér að kaupa aðra áður en þeir segja mér hvað þeir ætla að gera. Langaði bara að athuga hvort hvort einhver hefði áhuga á að kaupa Bandaríska GameCube tölvu ef hún skilar sér á endanum? Þannig þyrfti ég ekki að sitja uppi með tvær tölvur.
Athugið að ég er ekki að selja neitt ennþá, er bara að athuga hvort einhver hefði áhuga ef svona færi. En hún yrði undir verðinu sem hún kostar hér á landi.