Flestar leikjatölvurnar eru seldar með tapi, sérstaklega til að byrja með. Sem dæmi má nefna PS2: Sony greiddi 100 dollara með hverri vél, einungis til að halda verðinu niðri. Sjálfur á ég bágt með að trúa að Sunshine pakkinn sem ég keypti hafi verið seldur með einhverjum hagnaði.
Auðvitað er einokun alltaf slæm, ég viðurkenni það fúslega. Aftur á móti finnst mér ekkert að því að hrósa velgengni XBox vélarinnar á XBox korknum. Sjálfur er ég himinlifandi yfir velgengni hennar sem þýðir að margir góðir og skemmtilegir leikir munu eflaust líta dagsins ljós á þessa vél.
En ef þú vilt kvarta yfir einokun þá skaltu kvarta yfir íslenskri einokun. Alls staðar á Íslandi má sjá fáránlega verðlagningu á flestu.
Annars var ég bara að skjóta smá á þig því þú varst eitthvað að skjóta á korkinn hans MadMax(sem mér fannst alveg fínn, enda skrifaði hann ekki þennan póst á Nintendo/Sony/Sega korkinn) og hversu fúll þú sýndist vera yfir þessu 4 game bundle. <br><br><a href="
http://www.svanur.com">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a